Íslenskur pípari vann ferð til Hollywood

Sigurlaug Íris Hjaltested og Guðmundur Rúnar Guðmundsson voru heppin í …
Sigurlaug Íris Hjaltested og Guðmundur Rúnar Guðmundsson voru heppin í Hollywood. Mynd: Einkasafn

Sigurlaug Íris Hjaltested og Guðmundur Rúnar Guðmundsson, sjálftitlaður stjörnupípari, voru svo heppin að vera dregin úr þúsundum þátttakenda í lukkuleik Egils Skallagrímssonar og Sambíóanna.

Í verðlaun fengu þau ferð til Bandaríkjanna og heimsókn í Disney-myndverið í Burbank í Kaliforníu.

„Þetta gerðist þannig að ég skráði okkur til leiks á netinu með númeri af bíómiða frá því ég fór með dætur okkar í bíó. Svo leið tíminn og ég keypti nýjan síma. Ég var ekki fyrr búin að setja símkortið í nýja símann en hann hringdi. Ég svaraði og heyrði sama og ekkert en náði að skilja að ég hefði kannski unnið eitthvað í einhverjum leik á Bylgjunni. Símtalinu lauk. Ég fór að skoða símann betur og sá að ég var ekki búin að taka plastið af glerinu framan á. Ekki nema von að ég heyrði ekkert!“ segir Sigurlaug hress.

Sigurlaug Íris og Rúnar ásamt Rebekku sem sér um skjalasafn …
Sigurlaug Íris og Rúnar ásamt Rebekku sem sér um skjalasafn Disney og David Kornblum sem sýndi þeim myndverið. Mynd: Einkasafn

David Kornblum, markaðsstjóri Disney í Asíu og góðvinur Árna Samúelssonar hjá Sambíóunum, fór með þessa lukkunnar pamfíla í sérstaka einkaferð um Disney-myndverið.

„David sagði okkur frá því að Walt Disney hefði nánast alltaf verið við það að fara á hausinn með fyrirtækið. Hann var maður með stórar hugmyndir og plön en ekkert peningavit. Bróðir hans, Roy, var sá með peningavitið. Þeir bættu hvor annan upp. Eftir að Walt dó fór fyrirtækið í hálfgert niðurlægingartímabil og rétti ekki úr kútnum fyrr en Michael Eisner var ráðinn framkvæmdastjóri um miðjan níunda áratuginn og í dag er Disney eitt farsælasta kvikmyndafyrirtæki í heiminum,“ segir Guðmundur Rúnar, stjörnupípari, áhugasamur. 

Sigurlaug kát á settinu þar sem Masterchef þættirnir eru teknir …
Sigurlaug kát á settinu þar sem Masterchef þættirnir eru teknir upp.

Sigurlaug bætir við: „Sem dæmi um hvað Walt var hugmyndaríkur var það hann sem fékk þá hugmynd að framleiða ýmsan varning sem tengdist kvikmyndunum hans. Það hafði engum dottið það í hug áður. Hann fékk líka þá hugmynd að opna skemmtigarðinn Diseyland. Sannkallaður frumkvöðull hann Walt Disney!“

Glöð með ekta eintak af Óskarnum góða sem við þekkjum …
Glöð með ekta eintak af Óskarnum góða sem við þekkjum öll. Mynd: Einkasafn

Sigurlaug og Rúnar fengu einnig að skoða settið sem notað er við tökur á Masterchef-þáttunum þar sem hinn frægi kokkur Gordon Ramsey er dómari „Eldhúsið“ er inni í myndverinu, en svo er annað sett úti undir beru lofti sem er einskonar „útiveitingastaður“.

„Það var mjög gaman að sjá settið og hvernig þetta lítur allt út á bak við tjöldin,“ segir Sigurlaug glöð í bragði og kveður með þeim orðum að nú liggi leið þeirra í glysborgina Las Vegas. 

„Við ætlum að kíkja aðeins til Las Vegas og vera þar í tvo daga en núna er tæplega vika eftir af þessari Kaliforníuheimsókn sem er búin að vera hreint dásamleg," segir þessi heppna kona að lokum.

Sigurlaug Íris Hjaltested og Guðmundur Rúnar Guðmundsson, stjörnupípari, voru dregin …
Sigurlaug Íris Hjaltested og Guðmundur Rúnar Guðmundsson, stjörnupípari, voru dregin úr þúsundum þátttakenda í lukkuleik Egils Skallagrímssonar og Sambíóanna.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál