Nostalgía Dags B. í Árbænum

Dagur B. Eggertsson hér lengst til vinstri á myndinni sem …
Dagur B. Eggertsson hér lengst til vinstri á myndinni sem tekin var þegar nokkrir unglingar sóttu fyrsta sementspokann fyrir byggingu íþróttahúss Fylkis. Til þess að koma byggingunni af stað söfnuðu unglingarnir áheitum í hverfinu.

„Það er mjög gaman að vinna aftur í gamla hverfinu sínu. Ég er búin að vera að heimsækja skólana, Ársel og hitti forystu foreldrafélaganna og Fylkis í gær á góðum fundi,“ segir Dagur B. Eggertsson.

„Ég byrjaði svo daginn í lauginni og fékk stöðu allra helstu mála beint í æð frá fastagestunum í pottunum.

Morgunkaffið var í Árbæjarkirkju þar sem safnarnefndin fjölmennti auk séra Þórs og séra Sigrúnar og starfsfólksins. Í hádeginu heimsæki ég svo stoðtækjafyrirtækið Össur sem er einn af stærri vinnustöðunum í Árbænum og auðvitað eitt helsta stolt okkar Reykvíkinga í nýsköpun og rannsóknum,“ segir Dagur.

Í Árseli voru starfsmenn búnir að draga upp gamlar ljósmyndir af Degi en hann er uppalinn í Árbænum og var unglingur í Árseli. Hann segist hafa verið mikill fyrirmyndarunglingur.

„Ég var íþróttaunglingur með mikinn áhuga á tónlist og félagslífi.“

Varstu aldrei óþekkur?

Mátulega.“

Einn heitasti veitingastaðurinn í Árbænum er Blásteinn og auðvitað mun Dagur ekki sniðganga hann.

„Ég ætla að borða á Blásteini í kvöld með Hverfisráði Árbæjar, til að undirbúa íbúafund sem er klukkan 20 í kvöld í Árbæjarskóla. Þannig að það er skemmtileg dagskrá frá morgni til kvölds hér í hverfinu.“

Dagur B. Eggertsson.
Dagur B. Eggertsson.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál