Svava Johansen hitti Rick Astley 1983

Karl Steingrímsson, Ester Ólafsdóttir, Gróa Ásgeirsdóttir, Rick Ashley, Erla Haraldsdóttir, …
Karl Steingrímsson, Ester Ólafsdóttir, Gróa Ásgeirsdóttir, Rick Ashley, Erla Haraldsdóttir, Anna Margrét Jónsdóttir, Brynja Nordquist og Svava Johansen.

„Ég mundi ekki einu sinni eftir þessu!,“ segir Svava Johansen, forstjóri NTC, hlæjandi þegar blaðamaður Smartlands Mörtu Maríu sló á þráðinn til hennar vegna þeirra frétta að næntísstjarnan Rick Astley væri að koma aftur til Íslands. Gömul mynd af Svövu með stjörnunni dúkkaði upp á Facebook á dögunum.

„Fyrst Anna Magga er með kórónu á myndinni þá hefur þetta verið árið 1983 í Ungfrú Ísland-keppninni á Broadway. Anna var víst ekki með kórónuna alla daga svo það hlýtur bara að vera þetta kvöld,“ segir Svava og bætir við að Ungfrú Ísland-keppnin hafi alltaf þótt hin besta skemmtun hér áður fyrr.

„Ég sat nú í nokkur skipti í dómnefndum þarna og svo fórum við oft út að skemmta okkur með stelpunum að lokinni keppni. Rick Astley mætti til að skemmta þarna en þetta var áður en hann varð mjög frægur,“ segir Svava.

Fyrir þá sem eru heitir fyrir Rick Astley þá verður hann með tónleika í Hörpu á frídegi verkalýðsins, 1. maí.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál