Fengu sér tattú til að komast til Balí

#eghefaldrei fengið mér tattú af Íslandi
#eghefaldrei fengið mér tattú af Íslandi

Um þessar mundir stendur yfir bráðskemmtilegur leikur á vegum Nova með yfirskriftinni „Ég hef aldrei“.

Með leiknum vilja talsmenn fyrirtækisins hvetja Íslendinga til gera eitthvað skemmtilegt sem þeir hafa aldrei prófað áður og smella af því mynd með merkingunni #éghefaldrei en heppnir sigurvegarar fá að launum 17 daga lúxusferð til Balí, sér að kostnaðarlausu. 

Húðflúrarinn var hissa á uppátækinu.
Húðflúrarinn var hissa á uppátækinu.

Meðal þátttakenda eru vinkonurnar Indíana Ásmundardóttir og Sunna Dís Ægisdóttir, báðar nítján ára. Andinn kom yfir þær í helgarferð til Glasgow um síðustu helgi. 

„Þetta var í fyrsta sinn sem við komum þangað,“ segir Indíana en þær vinkonurnar elska að ferðast saman og hafa áður farið meðal annars til Parísar, London og Prag. 

„Við sáum bara þessa tattústofu og áður en við vissum af vorum við komnar þarna inn og byrjaðar að fá okkur alveg eins tattú með mynd af Íslandi,“ segir Indíana og hlær en tilgangurinn var fyrst og fremst að vera með í myndaleik Nova í von um að komast á endanum til Balí.  

Þessar skvísur hafa verið vinkonur síðan þær voru 12 ára …
Þessar skvísur hafa verið vinkonur síðan þær voru 12 ára en þær fóru fyrst einar saman til útlanda 17 ára.

„Maðurinn sem tattúveraði okkur var steinhissa. Hann hafði heldur aldrei gert svona áður, það er að segja land eða útlínur að landi í þeim tilgangi að komast í burtu frá því.“

Indíana og Sunna hafa þekkst frá því þær voru 12 ára en þær voru aðeins 17 ára þegar þær fóru fyrst tvær saman í ferðalag, þá til Englands og Tékklands. Hún viðurkennir að þær hafi verið smá villingar hér áður en það sé að róast enda á hún barn og báðar stunda þær nám og vinnu með. 

Vinkonurnar í Parísarferð
Vinkonurnar í Parísarferð

„Við fáum alveg ótrúlegustu hugmyndir þegar við erum saman og auðvitað þurftum við að gera eitthvað alveg sérstakt fyrir þessa keppni. Eitthvað sem við höfðum hvorug gert áður. Við erum líka algjörlega týpurnar sem eyðum peningunum okkar í ferðalög frekar en föt þannig að þetta átti bara mjög vel við,“ segir þessi hugrakki ferðalangur að lokum. 

Smellt í selfie með splúnkuný húðflúr!
Smellt í selfie með splúnkuný húðflúr!
Samrýndar vinkonur glaðar með ný húðflúr.
Samrýndar vinkonur glaðar með ný húðflúr.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál