„Þetta var of mikil vinna“

Sigurjón Magnús Egilsson er hættur sem fréttastjóri á Fréttablaðinu, Vísi …
Sigurjón Magnús Egilsson er hættur sem fréttastjóri á Fréttablaðinu, Vísi og Stöð 2.
Sigurjón Magnús Egilsson er hættur sem fréttastjóri Stöðvar 2, Vísis og Fréttablaðsins. Hann segir að þetta hafi verið allt of mikil vinna og færir sig yfir í útvarpið. Hann tók við starfinu í ágúst fyrir tæplega ári síðan þegar Mikael Torfason og Ólafur Stephensen hættu sem ritstjórar Fréttablaðsins og Kristín Þorsteinsdóttir tók við sem aðalritstjóri 365.
„Ég varð að velja á milli fréttastofunnar og Spengisands. Valdi Sprengisand, hann gengur mjög vel og er mér kær. Þetta var of mikil vinna. Mun byrja með annan þátt í haust og verð í Bítinu í sumar,“ segir Sigurjón. 
Þegar hann er spurður að því hvort hann eigi ekki eftir að sakna starfsins segir hann að þær stundir eigi eflaust eftir að koma upp. Þegar Sigurjón er spurður að því hver taki við af honum segir hann það ekki liggja ljóst fyrir. 
Sigurjón lenti í vespuslysi síðasta haust og segir að heilsufarið hafi ekki verið sem best. Þegar hann er spurður að því hvort þessi mikla vinna hafi haft áhrif á heilsufarið segir hann svo vera. 
„Já, hún gerði það. Ég slasaðist í haust og er ekki búinn að bíta úr nálinni með það.“
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál