Atvinnulaus með barn lætur hlutina gerast

Tobba Marinósdóttir.
Tobba Marinósdóttir. mbl.is/Árni Sæberg

„Hugmyndin að BaliButik fæddist þegar við fjölskyldan dvöldum allan janúar mánuð á Balí með dóttur okkar Regínu sem var þá 6 mánaða gömul. Fæðingarorlofið tók þar á sig ævintýralega mynd. Balí er dásamleg eyja og það er vel þess virði að ferðast í rúman sólahring til að komast þangað. Við heilluðumst ekki aðeins af náttúrufegurðinni, matnum, brosmildu fólkinu og litríkum fatnaðnum, heldur líka hamingjunni sem liggur í loftinu. Við dvöldum lengst af í listamannaþorpinu Ubud þar sem ég heillaðist af handverki heimamanna og litagleðinni í bland við stór bros og töluverða látbragðsleiki við að túlka. Eftir endalausar storm og flíspeysufréttir að heiman fannst mér tilvalið að færa samlöndum mínum smá lit í lífið beint frá Balí,“ segir Þorbjörg Marinósdóttir eða Tobba eins og hún er kölluð. 

Hún var ekki búin að vera lengi á Balí þegar hún var búin að kynnast saumakonum, fatahönnuðum og skartgripahönnuðum. 

„Ég fór sjálf á silfursmíðanámskeið og kynnti mér kynnti mér þessa ástríðu balíbúa en skartgripagerð erfist milli ættliða líkt og önnur list þar. Þeir eldri kenna þeim ungu og hver fjölskylda hefur sín sérkenni í sinni sköpun.

Á Balí lærir maður að treysta fólki og reikna með góðmennsku fyrst og fremst. Balí fyllir mann þannig ótrúlegri orku og krafti. Hugmyndirnar hreinlega streyma fram og því fór svo að ég hringdi úr núðlusjoppu til að segja upp vinnunni minni sem ég hefði annars snúið aftur til daginn eftir að við lentum á Íslandi. Ég var í góðri vinnu en eitthvað sagði mér að taka stökkið og elta drauma mína. Frelsistilfinningin sem fylgdi var ólýsanleg þó ég væri að stökkva út í óöryggið. Atvinnulaus með lítið barn. Svoleiðis gerir maður ekki! Eða hvað? Einn af þessum draumum rætist hér - að selja litríkan handgerðan fatnað og gjafavöru frá Balí. Með von um að örlítil orka og ást fylgi flíkunum til ykkar,“ segir Tobba sem mun taka skælbrosandi við pöntunum á www.balibutik.is

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál