Fór niður um 10 fatastærðir

Guðlaug Sigríður Tryggvadóttir er komin niður í stærð 12.
Guðlaug Sigríður Tryggvadóttir er komin niður í stærð 12. Ljósmynd/Kristjana Árnadóttir

Guðlaug Sigríður Tryggvadóttir var tæplega 122 kg þegar hún byrjaði í Biggest Loser Ísland tvö en þættirnir eru sýndir á Skjáeinum. Eftir að Guðlaug, eða Gulla eins og hún er kölluð, datt út úr Biggest Loser hefur hún ekki látið deigan síga. Hún setti sér það markmið í upphafi að hætta algerlega að drekka gos, borða sælgæti og snakk. Hún segist ekki hafa neina löngun til þess að smakka á þessum matvörum í dag. Þessi dugnaður skilaði henni milljón í verðlaun en hún sigraði heimakeppnina í Biggset Loser.

„Það sem er gott við þennan árangur minn er að ég gerði þetta eins eðlilega og hægt er. Ég byrjaði strax hjá einkaþjálfara, henni Heiðrúnu minni, um leið  og ég datt út og hef verið hjá henni tvisvar í viku síðan. Svo var ég í crossfit hjá Crossfit Akureyri og var aldrei í neinum öfgum í  æfingum,“ segir Gulla.

Aðspurð hvað hún hafi gert segist hún aðallega hafa verið að vinna með eigin líkamsþyngd. Hún lyfti líka stöku lóðum en var mest að vinna með „core“ æfingarnar. 

Þegar hún datt út úr Biggest Loser Ísland var hún staðráðin í því að láta það ekki stoppa sig og ákvað strax að gera algerlega sitt besta. „Sú hugsun hefur alltaf þvælst fyrir mér að ég væri ekki nógu góð og stæði mig ekki nógu vel. Ég ákvað að breyta þessu og gera algerlega mitt besta. Svo hélt ég bara áfram að borða hollt og hafa reglu á mataræðinu,“ segir hún.

Helsta vandamál Gullu hér áður fyrr var hvað var mikil óregla á mataræðinu. Stundum borðaði hún ekkert yfir daginn og endaði svo í einhverju sukki í sjoppunni og aðra daga borðaði hún allt of mikið. Eftir að hún byrjaði í Biggest Loser Ísland gjörbreytti hún þessi og kom reglu á mataræði sitt.

Gulla geislaði af gleði og þokka á lokakvöldi Biggest Loser Ísland og var alsæl yfir því að hafa sigrað í heimakeppninni. Hún segir að lífið sé bara allt annað eftir að hún léttist.

„Það er eiginlega undantekning ef mér líður illa. Auðvitað sakna ég þess að eiga ekki mann og börn en ég er ekkert að stressa mig yfir því í dag – það kemur. Það er ekki annað hægt en að vera með glöð með árangurinn og vera umkringd þessum góða þjálfara mínum, fjölskyldu og vinum.“

Aðspurð hvort hún finni ekki fyrir meiri karlhylli eftir að hún létti sig segir hún svo ekki vera.

„Ég hef ekki fundið fyrir því, það er ekki alveg nógu mikið að gerast í þeim málum. Ég er svolítið upptekin af sjálfri mér þessa dagana. En ég játa alveg að mig langar að kynnast einhverjum sem ég get eytt lífinu með,“ segir hún og brosir.

Í dag er Gulla 77 kg en markmiðið hennar er að verða 75 kg. Hún ætlaði reyndar að vera orðin 75 kg fyrir lokaþáttinn en það tókst ekki alveg.

„Ég er ekkert stressuð yfir því. Ég verð komin niður í 75 kg í sumar – það liggur ekkert á. Aðalmálið er líka að halda árangrinum. Ég var búin að lofa mér því að ég fengi bleikan Cintamani-jakka ef ég kæmist niður í 83 kg. Ég á því jakkann inni og þarf að kaupa mér hann næst þegar ég kem í bæinn,“ segir hún en Gulla býr á Akureyri.

Á lokakvöldinu færði Heiðrún einkaþjálfari Gullu henni tvennar buxur frá Pure lime, jakka, skó og bol frá sama merki. Það sem vekur athygli er að buxurnar eru í stærð 12 en þegar Gulla byrjaði í Biggest Loser Ísland var hún í nákvæmlega eins buxum í stærð 22. Hún hefur því farið niður um 10 fatastærðir.

„250 þúsund króna gjafabréfið sem ég fékk í Smáralind á eftir að koma sér vel. En svo hafa vinkonur mínar verið ótrúlega sætar við mig og gáfu mér til dæmis nýjar æfingabuxur á lokakvöldinu,“ segir hún og brosir.

Guðlaug Sigríður Tryggvadóttir er 29 ára gömul. Svona leit hún …
Guðlaug Sigríður Tryggvadóttir er 29 ára gömul. Svona leit hún út þegar hún byrjaði í Biggest Loser Ísland.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál