Amman komst varla upp stigann - hún hló svo mikið

Ágústa Eva Erlendsdóttir og Jón Viðar Arnþórsson með son sinn …
Ágústa Eva Erlendsdóttir og Jón Viðar Arnþórsson með son sinn Þorleif Óðin Jónsson. Ljósmynd/samsett

„Við sáum þetta niðrí Brynju á Laugavegi. Ætluðum að fá okkur merkingu á hurðina og sáum svo merkingarnar sem þeir setja á krossana fyrir kirkjugarðana og ákváðum bara að hafa þetta eins, okkur fannst það svo sniðugt,“ segir Jón Viðar Arnþórsson forseti Mjölnis og maður leikkonunnar Ágústu Evu Erlendsdóttur en þau settu upp nýjan skjöld á hurðina hjá sér á dögunum á heimili sínu í Hveragerði. Brandarinn er þó ekki alveg nýr af nálinni því þau gerðu þetta upphaflega þegar þau byrjuðu að búa saman á Vitastíg 9, annarri hæð.

Þegar Jón Viðar er spurður út í viðbrögð fólks segir hann þau almennt mjög góð.

„Fólki finnst þetta almennt mjög fyndið. Þegar amma mín sá þetta fyrst, hún er níræð, þá hló hún svo mikið að hún komst varla upp stigann,“ segir hann. 

Ágústa Eva er þekktur húmoristi og þegar Jón Viðar er spurður að því hvort hann sé jafnfyndinn og hún neitar hann því.

„Ég vinn nú ekki eins mikið með húmorinn eins og hún, enda er hún miklu fyndnari en ég,“ segir hann.

Svona lítur útihurðin út heima hjá Ágústu Evu Erlendsdóttur og …
Svona lítur útihurðin út heima hjá Ágústu Evu Erlendsdóttur og Jóni Viðari Arnþórssyni. Ljósmynd/Instagram
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál