Saknaði ekki sjónvarpsins

Sirrý Arnardóttir gerir sig klára fyrir þættina sína á Hringbraut.
Sirrý Arnardóttir gerir sig klára fyrir þættina sína á Hringbraut.

Fjölmiðlakonan Sirrý Arnardóttir er mætt aftur á skjáinn. Nú á Hringbraut þar sem hún verður með tvo sjónvarpsþætti á viku. Annarsvegar mun hún dusta rykið af sínum gamala þætti, Fólk með Sirrý, sem hún var með á SkjáEinum fyrir áratug og svo verður hún með þáttinn Líf og List þar sem hún fjallar um áhugaverða hluti í menningu og listum. Ég ákvað að spyrja Sirrý spjörunum úr.

„Það er gaman að vera með sjónvarpsþátt aftur. Ég hafði líka mjög gaman af því að vinna í útvarpi. Og ég saknaði ekki sjónvarpsins enda hafði ég nóg að gera, Útvarpið, kennsla við Háskólann á Bifröst, ég skrifaði fjórar bækur undanfarin ár og hef haldið námskeið víða um land og þjálfað fólk í samskiptafærni. Það hefur aldrei verið ástæða til að sakna einhvers. Núið er oftast best,“ segir Sirrý.

Hvað er það sein­asta sem þú keypt­ir þér og elskaðir?

„Það seinasta sem ég keypti og held mikið uppá eru dúnsokkar frá 66g norður. Ég fer oft í þá á nóttunni. Mjög ósmart, eins og geimfari, en maður sofnar svo vel í þeim.“

Í hverju ætl­ar þú að fjár­festa næst?

„Ég ætla næst að fjárfesta í sparneytnum bíl (það er alla vega á stefnuskránni).“

Hver er ógleym­an­leg­asti staður sem þú ferðaðist til á sein­asta ári?

„Eftirminnilegasti staðurinn sem ég heimsótti á árinu er Louisiana í Bandaríkjunum. Þar sá ég t.d. golfvöll með svamlandi krókódílum í tjörnum og litríkt tónlistarfólk í New Orlins.“

Hver er besti minja­grip­ur sem þú hef­ur tekið með þér úr ferðalagi?

„Það var gaman að taka með sér krydd, mat og kaffi frá Suðurríkjum Bandaríkjanna og bjóða svo upp á suðurríkja máltíð.“

Hver er sá munaður sem þú gæt­ir aldrei sleppt?

„Ég gæti ekki verið án er nokkuð sem þykir sjálfsagt hér á landi en lúxus í öðrum löndum og það eru heitu sundlaugarnar, heitu og köldu pottarnir eru lúxus sem ég vil ekki vera án.

Upp­á­halds smá­for­rit?

„Ég á ekkert uppàhalds smáforrit en ég er í skýunum yfir facetime. Að geta talað frítt í mynd við fjölskyldumeðlimi í útlöndum er frábært.“

Sirrý segist ekki hafa saknað sjónvarpsins enda hafi hún haft …
Sirrý segist ekki hafa saknað sjónvarpsins enda hafi hún haft næg verkefni.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál