Beðmál í borginni aftur á skjáinn

Chris Noth ásamt leikkonum Sex and the City.
Chris Noth ásamt leikkonum Sex and the City. mbl.is/AFP

Þættirnir Beðmál í borginni eða Sex and the City gerðu allt vitlaust þegar þeir voru sýndir hérlendis fyrir rúmlega áratug. Þættirnir, sem sýndir voru á fimmtudagskvöldum, gerðu það að verkum að ungar konur og eldri konur og allt þar á milli voru eiginlega kyrrsettar á fimmtudagskvöldum því þá voru þættirnir sýndir á RÚV. Í þá daga var ekkert Vod og ekkert tímaflakk og þá þurfti fólk að gjöra svo vel að vera heima hjá sér á sýningartíma. Fimmtudagskvöldin, sem fram að þessum tíma höfðu verið einhverskonar djammkvöld, viku fyrir sjónvarpsglápi því ekki máttu íslenskar eðalpíur missa af nýjustu straumum og stefnum í klæðaburði vinkvennanna í þáttunum. Þær lentu líka í öllu sem flestar einhleypar konur kannast við og því var oft og tíðum hægt að fá góð ráð í þáttunum.

Nú hefur SkjárEinn fengið leyfi til að sýna þættina á ný og ætlar sjónvarpsstöðin að byrja strax á mánudaginn kl. 22.30. Þá fer fyrsti þáttur í fyrstu seríu í loftið og ætlar sjónvarpsstöðin að sýna einn þátt á kvöldi í allt sumar, seríu fyrir seríu.

Þeir sem tóku ástfóstri við þættina á sínum tíma ættu ekki að verða fyrir vonbrigðum því þeir eldast ferlega vel. Samskipti kynjanna og öll þau vandamál sem fylgja því að vera á lífi er einhvern veginn sett upp á svo heillandi hátt í sjónvarpsþáttunum að það er ekki annað hægt en að límast við skjáinn.

Hvenær er nóg nóg?

Carrie Bradshaw í þáttunum Beðmál í borginni er hér í …
Carrie Bradshaw í þáttunum Beðmál í borginni er hér í Oscar de la Renta kjól árið 2006.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál