Benedikt leikur Halldór Laxness í þýskri mynd

Benedikt Erlingsson kominn í föt Halldórs Kiljan Laxness sem hann …
Benedikt Erlingsson kominn í föt Halldórs Kiljan Laxness sem hann leikur í þýsku kvikmyndinni Befor dawn.

Stjörnuleikstjórinn Benedikt Erlingsson er staddur í Berlín þessa dagana þar sem hann fer með hlutverk í kvikmyndinni Befor dawn sem fjallar um síðustu daga Stefans Zweig.

Myndin er framleidd í Þýskalandi og þegar ég talaði við Benedikt sagði hann að það hvíldi mikil leynd yfir gerð myndarinnar. Ég fékk það þó upp úr honum að hann færi með hlutverk Nóbelskáldsins Halldórs Kiljan Laxness í myndinni. Hann segir að hann hafi upphaflega átt að vera í dökkbláum jakkafötum en hann hafi sannfært búningahönnuðinn um að það gengi ekki – Laxness hefði verið meira í jarðlitum og því hafi þessi ljósbrúnu föt orðið fyrir valinu.

„Laxness bregður fyrir i einu atriði og biður Zweig að panta fyrir sig kaffi og ristað brauð ... sem hann hefði líklega aldrei gert í raunveruleikanum,“ segir Benedikt í samtali við Smartland Mörtu Maríu.

Þegar hann er spurður að því hvort þetta sé burðarhlutverk segir hann svo vera.

„Þetta er burðarhlutverk í nákvæmlega þetta andartak sem það tekur að biðja einhvern að panta fyrir sig kaffi og ristað brauð,“ segir hann glaðlega.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál