Viðtali við Hönnu Birnu hent

Hanna Birna Kristjánsdóttir.
Hanna Birna Kristjánsdóttir. mbl.is/Kristinn Ingvarsson

Hanna Birna Kristjánsdóttir átti að prýða forsíðu MAN tímaritsins en hætt var við á síðustu stundu því í millitíðinni fór hún í viðtal við Ísland í dag eða sama dag og blaðið átti að fara í prentun. Viðtalið við Ísland í dag var nákvæmlega eins og viðtalið sem Hanna Birna var búin að fara í hjá MAN.

Björk Eiðsdóttir ritstjóri blaðsins neyddist því til að henda viðtalinu og taka nýja forsíðu. Nútíminn greinir frá þessu.

„Samkvæmt heimildum Nútímans hafði Hanna Birna lofað að fara ekki í persónulegt viðtal annars staðar. Það stóð þó til að hún færi í fréttaviðtöl um endurkomuna á þing.

Björk Eiðsdóttir, ritstjóri MAN, staðfestir í samtali við Nútímann að viðtalið við Hönnu Birnu hafi verið tilbúið og að prentun blaðsins hafi verið fresta eftir viðtalið í Íslandi í dag,“ segir í Nútímanum.

„Já, ég hætti við fullklárað forsíðuviðtal á prentskiladegi eftir að hún fór með viðtalið í heild sinni í Ísland í dag þann sama dag. Sem betur fer er enginn hörgull á spennandi viðmælendum sem hafa áhuga á að birtast hjá okkur svo ég bretti bara upp ermar og byrjaði upp á nýtt,“ segir Björk í samtali við Nútímann.

Björk vill ekki tjá sig mikið meira um málið en staðfestir þó að það hafi kostað bæði vinnu og peninga.

„En ég get lofað að nýja forsíðuviðtalið er alls ekki síðra og blaðið er loks farið í prentun – og ég held ég geti lofað að það muni vekja athygli,“

Björk Eiðsdóttir ritstjóri MAN.
Björk Eiðsdóttir ritstjóri MAN.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál