Björgvin G. talar opinskátt um áfengisneysluna

Björgvin G. Sigurðsson.
Björgvin G. Sigurðsson. mbl.is/Golli
Björgvin G. Sigurðsson fór í meðferð í janúar eftir að hafa hætt skyndilega sem sveitarstjóri Ásahrepps. Í viðtali á Rás 1 segir hann sögu sína.
„Eitt er að fara í bindindi og annað er að ná bata, ákveðnu frelsi frá bæði þessu og fortíðinni,“ sagði Björgvin G. Sigurðsson, fyrrverandi þingmaður og ráðherra, þegar hann fór yfir síðustu mánuði lífs síns í þættinum Segðu mér á Rás 1 í dag.
Hann fór í áfengismeðferð á Vogi í janúar eftir að hann missti starf sitt sem sveitarstjóri.

Í þættinum segir Björgvin frá því að hann hafi mjög fljótlega áttað sig á því á unglingsalddri að hann ætti við áfengisvandamál að stríða. 23 ára gamall hætti hann að drekka og segir að þá hafi tekið við góður tími í lífi hans.

„Átti alveg frábær ár sem lögðu grunninn að því sem best hefur tekist í lífinu, mennta sig og gera það sem mann langaði til að gera.“ Síðan hefði hann fjarlægst þetta og byrjað að drekka á ný. „Eins og flestir upplifa sem byrja aftur eftir að hafa hætt þá byrjarðu bara aftur á sama stað og ert fljótur að lenda á verri stað.“

HÉR er hægt að hlusta á Segðu mér á ruv.is.

Björgvin G. Sigurðsson.
Björgvin G. Sigurðsson. mbl.is/Golli
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál