Kristrún Ösp útskrifast sem stúdent - stefnir á viðskiptalögfræði

Kristrún Ösp Barkardóttir verður stúdent í dag.
Kristrún Ösp Barkardóttir verður stúdent í dag.
Dagurinn í dag er stór dagur hjá Kristrúnu Ösp Barkardóttur því í dag útskrifast hún sem stúdent. Kristrún Ösp tók sér hlé frá námi en náði að klára stúdentsprófið með því að stunda nám í þremur skólum samtímis. Kristrún Ösp segir að það sé erfitt fyrir unga foreldra að klára stúdentspróf þar sem það er ekki lánshæft. Hún lét það þó ekki stoppa sig og vann um 70% vinnu með náminu. 
Kristrún Ösp er bjartsýn á framtíðina og segist hlakka til sumarsins. 
„Ég ætla njóta veðurblíðunnar hér fyrir norðan, eins og allir vita er alltaf dásemdar veður hjá okkur. Planið er að hjóla á morgnana með soninn í leikskólann og svo fer ég í vinnuna en ég ætla vinna hjá Icelandair Hotels í sumar. Það er góður vinnustaður og frábært samstarfsfólk. Ég og sonur minn erum að flytja í æðislega íbúð núna um mánaðamótin svo það verður gaman að gera það huggulegt,“ segir Kristrún Ösp. 
Aðspurð hvort hún stefni á frekara nám segir hún svo vera. 
„Ég ætla að sækja um í viðskiptalögfræði á Bifröst um leið og ég fæ skírteinið mitt, vonandi kemst ég inn í skólann. Námið heillar mig mikið.“
Síðasta önn hefur verið ferlega annasöm hjá Kristrúnu Ösp því til þess að ná að klára stúdentsprófið þurfti hún að stunda nám í þremur skólum samtímis. Hún segist hafa fengið spark í rassinn eftir að hún eignaðist son sinn fyrir rúmlega tveimur árum. Í kjölfarið áttaði hún sig á því að hana langaði í háskóla og síðan þá hefur hún haldið vel á spöðunum og tekið um 30 einingar á önn. 
„Ég helt ég mætti nýta aðrar einingar í stað þriðja tungumáls en það er víst búið að taka fyrir það. Ég varð því að skella mér í alla fjóra þýskuáfangana einu og sömu önnina auk síðasta áfanga í ensku og dönsku sem ég átti eftir. Fagaðilar í skólanum töldu þetta nær ógerlegt en þegar slíkt er sagt við mig verður ekki aftur snúið. Ég skráði mig í alla áfangana og varð að skipta því niður á þrjá skóla, Verkmenntaskólann, Menntaskólann á Egilsstöðum og Versló. Það var pínu erfitt að byrja að lesa skáldsögu í lokaáfanganum í þýsku og taka munnlegt próf þegar ég var rétt að byrja að segja hvað ég væri gömul,“ segir hún. 
Kristrún Ösp í kjól frá Ellu. Þessi mynd birtist 2011 …
Kristrún Ösp í kjól frá Ellu. Þessi mynd birtist 2011 á Smartlandi Mörtu Maríu. mbl.is/Sigurgeir
Auk þess að vera í öllum þessum áföngum var hún í 70% vinnu og auk þess einstæð móðir en Kristrún Ösp á soninn Baltasar Börk með lögmanninum Sveini Andra Sveinssyni. 

„Ég að vísu féll í fjórða og lokaáfanganum og varð að taka endurupptökupróf og var rukkuð um tuttugu þúsund. Ég varð heldur hissa þegar ég mætti í prófið að hvorki kampavín né snittur biðu mín, en hvað um það, því var rúllað upp að lokum,“ segir hún og bætir við:

„Það er einstaklega erfitt fyrir ungt fólk með börn að klára stúdentspróf þar sem það er ekki lánshæft nám. Það er erfitt fyrir par að annað sé tekjulaust og hvað þá einstæðing með barn/börn. Kerfið okkar á Íslandi vinnur ekki beint með ungu fjölskyldufólki en ég þekki fáa unga foreldra á mínum aldri sem eru ekki að ströggla á einhvern hátt. Marga dreymir um að klára skólann en einfaldlega geta það ekki, sem er virkilega sorglegt. Eins og ég hef tekið þetta þá er kostnaðurinn mikill, fjarnám kostar gífurlega mikið auk þess að vera part úr degi í skólanum eða síðustu annir að vera allan daginn auk fjarnáms. Ég gat ekki tekið mér ár í það sem ég átti eftir og varð því að koma því fyrir á einni önn. Það var ekki annað í boði en að skoða allt vel og troða öllu inn, það endaði með að ég var í þremur skólum,“ segir hún stálslegin. 

Aðspurð hvernig hún ætli að fagna stúdentsprófinu segist hún ætla að gera það með fólkinu sínu. 
„Það verður veisla að hætti móður minnar um daginn en um kvöldið ætlum við svo að njóta saman eurovision, grilla og hafa gaman.“
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál