Tók nesti með sér á Cannes

Karlie Kloss hafði í mörgu að snúast á Cannes-hátíðinni.
Karlie Kloss hafði í mörgu að snúast á Cannes-hátíðinni. AFP

Fyrirsætan glæsilega Karlie Kloss er mikill mathákur að eigin sögn og kýs að taka nesti í staðin fyrir snyrtivörur með sér á stóra viðburði. Það gerði hún einmitt á Cannes-hátíðinni.

„Ég ferðast alltaf létt á rauða dreglinum. Ég er með litla handtösku og kem alltaf smá nasli fyrir í henni. Það er ekki boðið upp á poppkorn á Cannes þannig að maður verður að taka nesti með sér. Maður verður að hugsa fram í tímann,“ sagði Kloss á Cannes-kvikmyndahátíðinni í viðtali við People.

Fyrirsætan greindi einnig frá því að hún kýs að halda förðuninni einfaldri þegar hún fer á rauða dregilinn. „Það er mikið um að vera þessa vikuna. Rauðir dreglar, böll og partý. Ég veit hvað virkar fyrir mig þegar kemur að hári og förðun. Ég hef komist að því að einfaldleikinn er það sem virkar best.“

Karlie Kloss kom nesti fyrir í handtöskunni sinni á Cannes-hátíðinni.
Karlie Kloss kom nesti fyrir í handtöskunni sinni á Cannes-hátíðinni. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál