Hefur varla tekið sumarfrí í 13 ár

Guðfinna Jóhanna Guðmundsdóttir.
Guðfinna Jóhanna Guðmundsdóttir.

Guðfinna Jóhanna Guðmundsdóttir lögmaður og borgarfulltrúi Framsóknar og flugvallavina þráir sól og hita akkúrat núna. Ég spurði hana spjörunum úr.

Er geymslan full af drasli? Nei.

Áttu erfitt með að losa þig við gamalt dót? Nei, þegar ég flutti af Hjónagörðunum fyrir rúmum 20 árum þá mundi ég eftir því þegar ég var búin að pakka öllu niður og þrífa að ég var með fulla geymslu af dóti. Þar sem ég hafði ekki farið inn í geymsluna þann tíma sem ég bjó þar og því ekki saknað þess sem þar var henti ég öllu dótinu. Síðan hef ég reynt að safna ekki dóti.

Hefurðu hent einhverju sem þú sérð rosalega eftir? Nei engu.

Hvað langar þig mest í fyrir sumarið (föt/fylgihlutir)? Ekkert sérstakt sem mig langar í akkúrat núna en það getur breyst á morgun eða í kvöld. Núna langar mig mest í sól og hita.

Hvernig eru plönin í sumarfríinu? Ég hef varla tekið sumarfrí síðustu 13 árin svo ég ætla að njóta þess að gera allskonar og ekki neitt í sumarfríinu en þó aðallega að hafa það skemmtilegt. Ég er nú ekki alveg búin að skipuleggja gleðina fyrir utan að ég ákvað í morgun að byrja á því að fara í viku til Tenerife og liggja í leti.

Hvað er ómissandi í sumarfríið? Gleðin og sólarvörnin.

Ertu dugleg að láta drauma þína rætast? Misdugleg.

Ertu a manneskja eða b? Ég hef alltaf verið b- manneskja en hef verið að breytast í a-manneskju undanfarið og líkar það bara vel.

Borðarðu morgunmat? Já alltaf, oftast hafragraut eða hendi einhverju hollu í blandara.

Ertu dugleg að elda? Nei það er ég ekki og hef aldrei verið.

Linsubaunabuff eða steik? Linsubaunabuff, ég hef ekki borðað kjöt í 30 ár. Mér finnst linsubaunabuff reyndar ekkert spes.

Áttu líkamsræktarkort? Já.

Notarðu hjól? Stundum á sumrin.

Hvernig myndirðu lýsa fatastílnum? Svartir kjólar.

Tekurðu áhættu þegar útlitið er annars vegar? Nei ekkert sérstaklega.

Ertu með eða á móti fegrunaraðgerðum? Mér er nokkuð sama um þær en margar hverjar eru algjört rugl.

Finnst þér útlitsdýrkun ganga út í öfgar? Hún gerir það oft.

Ræktarðu vini þína? Ég er misdugleg við það.

Ertu háð fjölskyldu þinni? Já mjög og það skemmtilegasta sem ég hef gert er að vera amma.

Áttu gæludýr? Nei.

Uppáhaldshlutur? Ég á engan sérstakan uppáhaldshlut.

Besta bókin? Vesalingarnir, las hana á hverju ári þegar ég var svona ca. 11-14 ára.

Eftirminnilegasta myndin? Rauða akurliljan.

Helsta fyrirmynd þín í lífinu? Ég á enga sérstaka fyrirmynd en hrífst af fólki sem þorir að vera það sjálft og hefur húmor.

Hverju myndirðu breyta í lífi þínu ef þú gætir? Þessa dagana er ég t.d. að reyna að verða heilsusamlegri og lifa í núinu.

Hefurðu gert eitthvað sem þú sérð eftir? Úff já alveg helling.

Gætirðu hugsað þér að búa annars staðar í heiminum? Bara í stuttan tíma.

Það besta við Ísland? Sumarið

Það versta við Ísland? Meðvirknin og neikvæðnin.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál