Systur skrifa svarta kómedíu

Lára Björg Björnsdóttir og Birna Anna Björnsdóttir með dóttur Birnu …
Lára Björg Björnsdóttir og Birna Anna Björnsdóttir með dóttur Birnu Önnu.
Systurnar Birna Anna Björnsdóttir og Lára Björg Björnsdóttir skrifa saman kvikmyndahandrit þar sem svört kómedía kvenna er í aðalhlutverki. Í dag fengu þær handritsstyrk númer 2 frá Kvikmyndasjóði Íslands.
Systurnar eru þekktar fyrir sinn svarta og góða húmor. Lára Björg er almannatengill hjá Kom og er vinsæll pistlahöfundur á Kjarnanum. Árið 2010 skrifað hún bókina Takk útrásarvíkingar sem þótti ansi fyndin og skemmtileg.
Birna Anna hefur skrifað tvær bækur. Fyrst skrifaði hún Dís með Oddnýju Sturludóttur og Silju Hauksdóttur en sú bók varð síðar að kvikmynd. Svo skrifaði hún bókina Klisjukenndir sem kom út árið 2004. Á tímabili var hún með fasta pistla í Morgunblaðinu sem hún skrifaði frá Berkeley í Kaliforníu.
Systurnar hafa unnið að handritinu í vetur samkvæmt heimildum Smartlands Mörtu Maríu og ætla að njóta sumarsins við skriftir. Birna Anna er búsett í New York og munu þær skrifa handritið saman bæði þar og hér heima.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál