Hélt tombólu til að kaupa brúðargjöf

Eva Lind Magnúsdóttir tók til sinna ráða þegar foreldrar hennar …
Eva Lind Magnúsdóttir tók til sinna ráða þegar foreldrar hennar gengu í hjónaband. Ljósmynd/Aníta Friðriksdóttir

Hin átta ára gamla Eva Lind Magnúsdóttir, sem býr í Njarðvík, dó ekki ráðalaus þegar foreldrar hennar giftu sig eftir 16 ára samband. Á vef Víkurfrétta er viðtal við Þórunni Jónsdóttur, móður Evu Lindar. Þórunn og eiginmaður hennar, Magnús Geir Jónsson, giftu sig síðasta laugardag. Deginum áður, þegar þau voru önnum kafin við að skreyta salinn, brá dóttir þeirra á það ráð að halda tombólu svo hún ætti fyrir brúðargjöf handa foreldrum sínum. 

 „Hún var eitthvað að dunda með vinkonu sinni sem býr við sömu götu og þær voru í einhverjum tombólupælingum, höfðu áður safnað fyrir Rauða krossinn. Svo vissi ég ekki meira fyrr en þær voru komnar fyrir utan verslunina Kost með eitthvert dót og bauk til að safna í fyrir brúðkaupsgjöf handa okkur,“ segir Þórunn í samtalið við vf.is. HÉR er hægt að lesa viðtalið i heild sinni. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál