Jón Arnór og Lilja Björk í það heilaga

Lilja Björk Guðmundsdóttir og Jón Arnór Stefánsson á brúðkaupsdaginn.
Lilja Björk Guðmundsdóttir og Jón Arnór Stefánsson á brúðkaupsdaginn. Ljósmynd/Instagram

Körfuboltastjarnan Jón Arnór Stefánsson kvæntist unnustu sinni, Lilju Björk Guðmundsdóttur, á laugardaginn. Hjónin voru gefin saman í Dómkirkjunni í Reykjavík og eftir athöfnina var slegið upp glæsilegri veislu á Nauthól. Allir helstu körfuboltaspilarar landsins voru að sjálfsögðu á gestalistanum ásamt vinum og vandamönnum.

Brúðurin var einstaklega glæsileg í þröngum síðum kjól með nettum silfurermum og brúðgauminn skartaði aðsniðnum jakkafötum og var með bindi í stíl.

Parið býr í Malaga á Spáni og á saman tvö börn, fjögurra ára gamlan son og tveggja ára gamla dóttur.

Jón Arnór er þó ekki bara góður í körfubolta því hann syngur líka vel eins og sannaðist í veislunni þegar hann söng lagið Dimmar rósir með föður sínum, Stefáni Eggertssyni, sem söng lagið á sínum tíma en hann var söngvari hljómsveitarinnar Tatarar.

<iframe allowfullscreen="" frameborder="0" height="480" src="https://www.youtube.com/embed/KMN3aq3zeSA" width="640"></iframe><div id="embedded-remove"> </div>
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál