Þyngdist um 13 kíló af vöðvamassa

Jake Gyllenhaal finnst gaman að breyta líkama sínum fyrir hlutverk.
Jake Gyllenhaal finnst gaman að breyta líkama sínum fyrir hlutverk. Reuters

Leikarinn Jake Gyllenhaal þyngdist um 13 kíló af vöðvamassa og missti nær alla fitu fyrir hlutverk sitt sem hnefaleikakappinn Billy Hope í myndinni Southpaw.

Gyllenhaal æfði sig í tíu mánuði fyrir hlutverkið með því að gera 1000 axlapressur tvisvar á dag og hlaupa átta kílómetra á hverjum degi. Auk þess eyddi hann miklum tíma í hnefaleikakennslu til að búa sig undir hlutverkið.

„Þú ferð að trúa á sjálfan þig og veist að þú getur barist. Þegar maður er kominn í svona gott form öðlast maður afar mikið sjálfstraust, manni líður eins og dýri.“

Gyllenhaal byrjaði að búa sig undir þetta hlutverk um leið og hann lauk við tökur á myndinni Nightcrawler þar sem hann lék ljósmyndarann Lou Bloom. Fyrir þá mynd borðaði leikarinn aðeins kál, tuggði tyggjó og hljóp 24 kílómetra á dag.

Á vefnum SkyNews viðurkennir leikarinn að sér finnist gaman að breyta líkamanum fyrir ný hlutverk.

Var „brjálæðis­lega svang­ur“ og tuggði tyggjó

Gyllenhaal undir bjó sig með því að stunda hnefaleika af …
Gyllenhaal undir bjó sig með því að stunda hnefaleika af kappi.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál