Barnabarn Grace Kelly komið í sviðsljósið

Jazmin Grace Grimaldi tignarleg,
Jazmin Grace Grimaldi tignarleg, Ljósmynd/Michael Avedon fyrir Harper's Bazaar

Líf Jazminar Grace Grimaldi er ævintýri líkast en hún er barnabarn Grace Kelly og dóttir Alberts II prins af Mónakó. Hún prýðir nú myndaþátt í blaðinu Harper‘s Bazaar.

Grimaldi er fædd árið 1992 og var haldið frá öllu sviðsljósi þangað til árið 2006. Hún ólst upp í Bandaríkjunum en frá árinu 2006 hefur hún verið í góðu sambandi við föður sinn í Mónakó. Móðir hennar, Tamara Roto, og Albert áttu í stuttu ástarsambandi.

Það var ljósmyndarinn Michael Avedon sem tók myndirnar. Hann er barnabarn ljósmyndarans Richard Avedon sem að vann mikið með Grace Kelly á sínum tíma og tók margar þekktar myndir af henni. 

Fallegar myndir af prinsessunni.
Fallegar myndir af prinsessunni. Ljósmynd/Michael Avedon fyrir Harper's Bazaar

Þó svo að Grimaldi hafi aldrei hitt ömmu sína, Kelly, er uppáhalds herbergi hennar í höllinni í Mónakó fataskápur hennar. Hún deilir því áhugamáli með ömmu sinni að hafa gaman af leiklist og söng.

„Ein fyrsta minningin mín af ömmu var þegar ég horfði á High Society. Það var í fyrsta skipti sem ég áttaði mig á því að við værum tengdar. Ég hef mikinn áhuga á leiklist, söng og dansi og sá að hún hafði það einnig.“

Nú stundar Grimaldi söngnám en er einnig að læra almannatengsl. Það leikur enginn vafi á því að þessi stelpa á eftir að vera áberandi í framtíðinni.

Líf Grimaldi er ævintýri líkast.
Líf Grimaldi er ævintýri líkast. Ljósmynd/Michael Avedon fyrir Harper's Bazaar
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál