Eva Laufey í nám á Bifröst

Eva Laufey Kjaran Hermannsdóttir.
Eva Laufey Kjaran Hermannsdóttir.

Eva Laufey Kjaran Hermannsdóttir umsjónarmaður þáttarins Matargleði Evu á Stöð 2 er búin að skrá sig í nám á Bifröst. Þegar ég hafði samband við hana sagðist hún vera mjög spennt fyrir náminu. 

„Í nokkur ár hef ég haldið úti matarbloggi mínu, gefið út matreiðslubók og uppskriftir í bæklinga, ásamt því að starfa hjá stöð 2 við dagskrárgerð. Með þættina mína Matargleði og við innslagagerð í Íslandi í dag. Ég skráði mig í viðskipta-og matvælarekstrarfræði á Bifröst,“ segir Eva Laufey Kjaran Hermannsdóttir sem mun stunda fjarnám við skólann í vetur samhliða vinnu sinni á Stöð 2.

„Námið býður upp á marga spennandi möguleika, en aðallega langar mig að byggja ofan á þá þekkingu sem ég hef aflað mér undanfarin ár. Ég get sameinað áhugamálið mitt, sem er matargerð, og viðskiptafræði, sem veitir mér þann möguleika að öðlast þá þekkingu sem til þarf að hefja sinn eigin rekstur. Hver sem hann nú verður. Ég er með margar hugmyndir í kollinum og þetta er skrefið í þá átt,“ segir Eva Laufey. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál