Hvort sérð þú Einstein eða Monroe?

Myndin áhugaverða.
Myndin áhugaverða. Skjáskot af vef Mail Online

Nemendur í Massachusetts Institue of Technology bjuggu til sjónhverfingu sem greinir það hversu góða sjón fólk hefur. Ef þú sérð Marilyn Monroe á myndinni í um 30 sentímetra fjarlægð frá skjánum er nokkuð ljóst að þú þurfir á gleraugum að halda. Ef þú sérð aftur á móti Albert Einstein er í lagi með sjónina í þér. Tilraunin minnir á kjólinn sem fólki greindi á um hvernig væri á litinn. 

„Það fer eftir því hversu vel þér gengur að greina andstæður og hversu vel augað nær smáatriðum. Nálægt erum við góð í að greina smáatriði eins og yfirvaraskegg og freknur Einstein. En eftir því sem fjarlægðin eykst eða ef sjónin er ekki í góðu lagi fer myndin að vera óskýrari og fólk á erfiðara með að greina smáatriðin,“ segir nemi sem framkvæmdi tilraunina við vefinn Mail Online.

Sjónhverfingin er þó ekki 100% nákvæm og því er best að kíkja til augnlæknis ef sjónin er farin að versna. Ef þú notar gleraugu prófaðu að taka þau af til að sjá hvort myndin breytist.

Hvort sérð þú Einstein eða Monroe?
Hvort sérð þú Einstein eða Monroe? Skjáskot af vef Mail Online
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál