Getur ekki hugsað sér að giftast

Elísabet Ronaldsdóttir.
Elísabet Ronaldsdóttir.

Nýtt MAN er komið út. Að þessu sinni eru tvær mismunandi forsíður, annars vegar af Elísabetu Ronaldsdóttur sem nýverið klippti John Wick með Keanu Reeves í aðalhlutverki og hinsvegar af Kötlu Margréti Þorgeirsdóttur leikkonu.

Elísabet er á leið aftur til Hollywood og Búdapest að klippa kvikmyndina The Coldest City með Charlize Theron í aðalhlutverki. Elísabet fer mikinn í viðtalinu um misrétti kynjanna í kvikmyndabransanum sem og í uppeldi barna hér á landi. Hún segist ekki geta hugsað sér að gifta sig né vera í sambandi en á fjögur börn og það yngsta á einhverfurófi. Auk þess varð hún óvænt amma fyrir nokkrum árum.

Elísabet var í Bandaríkjunum mestan hluta síðasta árs og börnin urðu eftir hér heima, það segir hún hafa orðið til þess að hún gerði mikilvægar uppgötvanir. Varðandi gagnrýni á hugmyndina um kynjakvóta í úthlutunum frá Kvikmyndasjóði Íslands sem Baltasar Kormákur mælti núverið með segir Elísabet m.a.

„Þá koma rökin að konur séu ekki nógu góðar. Nógu góðar hvað? Eruð þið að segja að við séum lélegri en margt af því sem okkur er boðið upp á nú þegar? Við erum reglulega að horfa á geðveikt lélegt stöff í bíó,“ segir hún.

Katla Margrét Þorgeirsdóttir.
Katla Margrét Þorgeirsdóttir.

Hina forsíðuna prýðir Katla Margrét Þorgeirsdóttir leikkona sem fór með hlutverk fjallkonunnar á 17. júní sl. þegar mótmælin kæfðu upplestur hennar. Hún segir í viðtalinu að hefði hún ekki fengist í hlutverk fjallkonunnar hefði hún örugglega verið hinum megin við girðinguna þennan dag.

„Mér fannst mjög vel við hæfi að mótmæla á þessum degi,“ segir hún m.a. Hún var einnig einn handritshöfunda „kvennaskaupsins“ og er í hópi höfunda þetta árið.

„Ég ákvað að kíkja ekki á netið eftir síðasta skaup,“ segir hún aðspurð en heyrði þó að það hafi ekki fallið í kramið. Hún segist jafnframt fulloft hafa heyrt karla tala og skrifa um að konur séu ekki fyndnar. Slíkar staðhæfingar séu ekki aðeins heimskulegar heldur felist í þeim viss kúgun. Katla ákvað að hætta að smakka vín þegar hún varð fertug en hún segir það hafa farið illa í sig og hún hafi viljað gera breytingar til að bæta líðan sína.

Elísabet Ronaldsdóttir.
Elísabet Ronaldsdóttir.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál