Fékk armbandið aftur eftir 34 ár

Hilda Jana Gísladóttir sjónvarpsstjóri á N4.
Hilda Jana Gísladóttir sjónvarpsstjóri á N4.

Hilda Jana Gísladóttir sjónvarpsstjóri á N4 á Akureyri endurheimti armband sem týnt hefur verið í 34 ár eða svo.

„Í dag ætla ég að segja ykkur frá litlu ævintýri úr lífinu mínu. Kona sem ég þekki ekkert, sem heitir Karen Hauksdóttir og er flokkstjóri garðyrkju hjá Reykjavíkurborg, hafði samband við mig á facebook á dögunum og sagðist hafa fundið armbandið mitt við Skólavörðuholt, þar sem hún var við vinnu við kantskurð. Þar sá hún glytta í eitthvað gyllt og náði armbandinu upp úr einhverjum haug. Síðan fór hún í sumarfrí og hugsaði ekki meira um þetta, en þetta armband lét hana einhvern veginn ekki í friði. Þegar hún kom aftur í vinnu ákvað hún að finna eigandann. Hún komst að því að ég er sú eina sem heitir Hilda Jana á Íslandi. Hún sendi mér í kjölfarið mynd af armbandinu, sem hún sagði að væri mjög lítið og ég ég mundi mjög óljóst eftir því. Þannig að ég hafði samband við mömmu mína Lara Stefansdottir og hún segir mér að langamma mín hafi gefið mér þetta armband þegar ég var aðeins eins árs árið 1977, ég hafi hins vegar týnt því líklega árið 1981. Eiginmaður minn Ingvar Már Gíslason átti leið í höfuðborgina í dag og hitti þessa yndislegu konu sem afhenti honum armbandið og þakka ég henni innilega fyrir að hafa haft fyrir þessu. Þetta armband er s.s. búið að vera týnt í 34 ár og í dag fæ ég það aftur til mín. Er ekki lífið ótrúlegt stundum,“ segir Hilda Jana alsæl með að hafa fengið armbandið sitt aftur.

Hvernig tilfinning er það að vera komin með armbandið í hendur?
„Þetta náttúrlega næstum fornleifafundur og þess kona er ótrúleg að nenna að hafa fyrir þessu,“ segir hún.
Armabandið týndist 1981.
Armabandið týndist 1981.
Það var gleðilegt að fá armbandið aftur heim.
Það var gleðilegt að fá armbandið aftur heim.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál