Tinna hættir hjá iglo+indi

Guðrún Tinna Ólafsdóttir.
Guðrún Tinna Ólafsdóttir. mbl.is/Golli

„Eftir fjögurra mánaða törn hjá fyrirtækinu með sölu á SS16 og afhendingu á AW15 renna upp tveir rólegir mánuðir þar sem okkur gefst tími að hlúa að minni verkefnum, læra af því sem betur mátti fara og undirbúa farveginn fyrir næstu törn sem hefst í lok nóvember,“ segir Tinna Ólafsdóttir viðskiptafræðingur og hluthafi í íslenska barnafatamerkinu Ígló og Indí en hún hefur nú látið af störfum. Í pósti sem hún sendi á starfsmenn fyrirtækisins þakkaði hún fyrir samveruna.

„Á þessum tímamótum kveð ég iglo+indi eftir rúmlega fjögur og hálft ár hjá fyrirtækinu. Á þeim tíma hefur iglo+indi fengið, oftast nær, meiri tima og athygli en hin börnin mín fimm. En óskaplega hefur þetta verið skemmtilegur tími, lærdómsríkur en jafnframt erfiður. Við getum öll, í sameiningu, verið gríðarlega stolt af þeim verkefnum sem við höfum tekist á við í sameiningu og gert iglo+indi að enn sterkara vörumerki, með þremur eigin verslunum og til sölu í tæpum 65 verslunum á næstu mánuðum; með útiföt, organic föt og hefðbundna vörulínu, flott samfélagsleg verkefni, frábæra samstarfsaðila erlendis hvort sem er í framleiðslu, sölu eða markaðsmálum,“ sagði hún.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál