Sjö heitustu forsetaframbjóðendurnir

Ólafía Hrönn Jónsdóttir, Ragna Árnadóttir, Jón Gnarr, Stefán Eiríksson og …
Ólafía Hrönn Jónsdóttir, Ragna Árnadóttir, Jón Gnarr, Stefán Eiríksson og Óttar Proppé eru á listanum yfir þá sem fólk vill sjá á Bessastöðum. Ljósmynd/Samsett

Heitasta umræðuefnið í heitu pottunum þessa dagana er hverjir ættu að bjóða sig fram til forseta. Smartland Mörtu Maríu hefur hlerað umræðuna síðustu vikurnar og af þeim hlerunum að dæma poppa þessi sjö nöfn upp aftur og aftur.

Kári Stefánsson forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar.
Kári Stefánsson forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar. mbl.is/Kristinn Ingvarsson

Kári Stefánsson

Kári er einfaldlega harðasti nagli landsins og lætur allt og alla heyra það sem hann telur hafa unnið fyrir því. Ekki er víst að hann falli í kramið hjá öllum en Kári hefur sjálfur látið hafa eftir sér að þjóðin kjósi ekki rudda eins og hann. Hver veit.

Jón Gnarr

Umræða um að Jón Gnarr fari í forsetaframboð hefur verið áberandi. Jón er leiftrandi húmoristi sem hefur með þátttöku í dægurmálum sýnt að hann er mikill pælari. Hann myndi gæða embættið sjarma einlægs húmors og heimspeki og Jón er ekki „freki kallinn“.

Stefán Eiríksson, sviðsstjóri velferðarsviðs Reykjavíkurborgar.
Stefán Eiríksson, sviðsstjóri velferðarsviðs Reykjavíkurborgar. mbl.is/Júlíus Sigurjónsson

Stefán Eiríksson

Stefán er holdgervingur hins heiðarlega embættismanns. Hann þykir fyndinn og klár. Þá sýndi Stefán frábæra takta í „lekamálinu“. Þar bókstaflega lak af honum heiðarleikinn og sjálfsöryggi sem þarf að einkenna leiðtoga þjóðar sem þarf á heiðarlegu fólki að halda.

Ragna Árnadóttir.
Ragna Árnadóttir. mbl.is/Kristinn Ingvarsson

Ragna Árnadóttir

Ragna hefur lengi verið orðuð við forsetaembættið. Af Rögnu geislar einlægni og sjálfsöryggi konu sem ræður við allt. Íslendingar kusu frú Vigdísi Finnbogadóttur fyrsta kvenna sem forseta. Það var okkur til sóma. Ragna kæmi sterk inn sem arftaki hinnar sterku konu sem leiðtoga þjóðar.

Óttar Proppé alþingismaður.
Óttar Proppé alþingismaður. mbl.is/Sigurður Bogi Sævarsson

Óttar Proppé

Óttar Proppé er sá þingmaður sem komið hefur hvað mest á óvart. Óttar hefur verið áberandi í ræðustóli þingsins, ræður hans hafa verið djúpar og á mannlegum nótum. Bakgrunnur Óttars úr rokkinu er svo aldeilis ekki til að skemma fyrir honum. Kannski væri mest rokk að fá Óttar sem forseta lýðveldisins.

Björk Guðmundsdóttir.
Björk Guðmundsdóttir. Ljósmynd/Þorvaldur Örn Kristmundsson

Björk Guðmundsdóttir

Björk er sennilega frægasti Íslendingur fyrr og síðar. Ekki þarf að efast um að leiðtogar heimsins myndu bítast um að fá að hitta þann forseta þó ekki væri fyrir annað en að fá eiginhandaráritun. Björk hefur sterkar skoðanir á umhverfinu og er listamaður sem án efa gæti breytt ásýnd forsetaembættisins.

Ólafía Hrönn Jónsdóttir.
Ólafía Hrönn Jónsdóttir. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Ólafía Hrönn Jónsdóttir

Íslendingar eiga ekki bara húmorista af karlkyninu. Ólafía Hrönn er ferlega fyndinn karakter en hispursleysi hennar og einlægni gætu verið spennandi kostir fyrir embættið á Bessastöðum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál