Gift í 15 stormasöm ár

Þessi mynd var tekin af Michael Douglas og Catherine Zeta-Jones …
Þessi mynd var tekin af Michael Douglas og Catherine Zeta-Jones á brúðkaupsdaginn fyrir 15 árum.

Heimspressan logaði þegar spurðist út að leikararnir Michael Douglas og Catherine Zeta-Jones væru að hittast. Líklega var það aldursmunurinn sem fór fyrir brjóstið á fólki en hann er 25 árum eldri en hún.

Ástin á milli þeirra blossaði upp þegar þau hittust á Kvikmyndahátíðinni í Deauville í Frakklandi í ágúst 1998. Sagan segir að hann hafi sagt við hana strax á þeirra fyrsta fundi að hann vildi verða faðir barnanna hennar. Síðan liðu nokkrir mánuðir en í mars 1999 urðu þau formlegt par og í desember sama ár trúlofuðu þau sig.

Það eru akkúrat 15 ár og einn dagur síðan hjónin Michael Douglas og Catherine Zeta-Jones gengu í hjónaband.

Það var hinn 18. nóvember árið 2000 sem gengu þau í heilagt hjónaband og fór athöfnin fram á Plaza hótelinu í New York. Þá var hann nýlega formlega skilinn við fyrrverandi eiginkonu sína. Hann færði henni ákaflega vandaðan gullhring þegar þau giftust og veislan var víst ansi vegleg. Mick Huncknall úr Simply Red söng í brúðkaupinu en sagan segir að hann hafi átt vingott við brúðina áður en Douglas stal hjarta hennar.

Saman eiga Zeta-Jones og Douglas tvö börn, Dylan Michael, sem er fæddur 8. ágúst árið 2000 og sótturina Carys Zeta sem er fædd 20. apríl 2003.

Í ágúst 2013 bárust þær fréttir að Douglas og Zeta-Jones væru flutt í sundur. Hún sagði að þau þyrftu dálítinn tíma í sundur til að vinna úr hjónabandserfiðleikum sínum. Það tókst og árið 2014 voru þau orðin sem eitt á ný.

Í morgun birti Douglas bæði brúðarmyndina af þeim og mynd sem tekin var á brúðkaupsafmælinu í gær og lét þessi orð fylgja með: 

„15 Years ago and today... Happy Anniversary Catherine!“

Michael Douglas póstaði þessari mynd á Facebook í dag.
Michael Douglas póstaði þessari mynd á Facebook í dag.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál