Fór í ristilspeglun og aðdáendum fjölgaði

Fyrirsætan Stina Sanders tók að deila óritskoðuðum myndum úr sínu …
Fyrirsætan Stina Sanders tók að deila óritskoðuðum myndum úr sínu daglega lífi með fylgjendum sínum Skjáskot af Instagram

Breska fyrirsætan Stina Sanders tók ungstirnið Essenu O‘Neill til fyrirmyndar og fór að sýna lífið eins og það raunverulega er á Instagram-síðu sinni. Áður hafði Sanders, líkt og fleiri, aðeins deilt fallegum og fullkomnum myndum með rúmlega 13.000 fylgjendum sínum.

Eftir að fréttir bárust af ungstirninu O‘Neill, sem sagði skilið við samfélagsmiðla vegna þess að þeir sýna ekki raunsæja mynd af lífinu, fór Sanders að deila allskyns myndum með fylgjendum sínum, því lífið er jú ekki „photoshppað“.

Í fyrstu brugðust aðdáendur hennar illa við, en fylgjendum hennar fækkaði um 3.000, líkt og fram kemur í frétt Mindbodygreen.

Þegar þetta er skrifað hefur þeim hins vegar fjölgað gríðarlega og eru nú í kringum 42.000. Það er nefnilega bara miklu skemmtilegra að sjá svipmyndir úr daglegu lífi heldur en eintóna og sviplausar myndir sem allar líta eins út.

Sanders er ekki fullkomin en hún berst við óvelkomin líkamshár, líkt og flestar konur.

De-fuzzing Monday! 🌳

A photo posted by STINA SANDERS (@stinasanders) on Nov 15, 2015 at 11:59pm PST

„Datt í hug að deila með ykkur mynd áður en ég fer í fótsnyrtingu. Þið sem eruð að spá í að taka upp hlaup, ég ráðlegg ykkur að gera það ekki. Táneglurnar mínar eru að detta af, ökklarnir mínir eru bólgnir og tærnar mínar eru afmyndaðar. Girnilegt!“

Sætar stelpur þurfa líka stundum að fara í ristilspeglanir.

Oh 💩 the IBS is bad! So it's colonic irrigation time.....

A photo posted by STINA SANDERS (@stinasanders) on Nov 11, 2015 at 6:15am PST

„Klukkan er 12’50, ég er hvorki búin að fara í sturtu né bursta í mér tennurnar. Ég er á öðrum kaffibolla dagsins og ætla að sjá hversu lengi ég held út án þess að huga að persónulegu hreinlæti mínu.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál