Sigmar og Júlíana trúlofuð

Sigmar Guðmundsson
Sigmar Guðmundsson mbl.is/Ómar Óskarsson

Fjölmiðlamaðurinn Sigmar Guðmundsson og Júlíana Einarsdóttir eru trúlofuð. Þau tilkynntu það á Facebook fyrr í kvöld en parið dvelur á Tenerife um jólin. Parið er búið að vera saman síðan 2012 en þá var hún fréttaskrifta á Stöð 2 en hann í Kastljósinu. 

17 ára aldursmunur er á parinu og vakti sambandið töluverða athygli þegar þau byrjuðu saman. Saman eiga Sigmar og Júlíana saman soninn Hrafn sem er fæddur 2013 en fyrir Sigmar tvær dætur og stjúpbörn. 

Sigmar steig fram í maí og ræddi opinskátt um alkahólisma sinn á Facebook-síðu sinni: 

Ég tel mig ekk­ert mikið frá­brugðinn öðru fólki, en vafa­lítið hafa ein­hverj­ir aðra skoðun á því. Rétt eins og flest­ir vil ég vera góður við fólkið mitt, standa mig vel í vinnu og láta gott af mér leiða. Leiða gaml­ar kon­ur yfir gang­braut og lesa bæk­ur fyr­ir veik börn á spít­öl­um. Oft tekst þetta. En ekki alltaf. Minn djöf­ull er alkó­hólismi sem hef­ur mar­kerað mitt líf frá unglings­ár­um.

Mér gekk afar illa að ráða við sjúk­dóm­inn fyr­ir 10-15 árum en í lok árs 2004 náði ég loks yf­ir­hönd­inni. Átta ára ed­rú­mennska fylgdi í kjöl­farið þar sem ég fékk trú á lífið á ný. Og fólkið mitt og vin­ir fengu trú á mér eft­ir enda­laus von­brigði árin á und­an. Lífið varð gott. En þessi geðsjúk­dóm­ur er lúmsk­asta kvik­indi sem fyr­ir­finnst og hann lúr­ir alltaf í leyni. Fyr­ir um ári féll ég eft­ir langa ed­rú­mennsku.

Svo það sé nú bara sagt hreint út þá var þetta öm­ur­legt fall. Og eins og venju­lega eru það aðstand­end­ur og vin­ir alk­ans sem líða mest fyr­ir fylle­ríið. Fjöl­skylda mín var í sár­um, vin­ir mín­ir gáttaðir og vinnu­fé­lag­arn­ir svekkt­ir því það er með mig eins og aðra alka, nán­ast von­laust að vera heiðarleg­ur í neyslu. Sjálf­ur var ég í hengl­um og flúði til Svíþjóðar í meðferð, brot­inn og beygður. Þar var gott að vera. Ég kom heim og var sann­færður um að allt yrði í lagi á ný. Og það vantaði ekk­ert uppá stuðning­inn sem ég fékk, frá öll­um í kring­um mig. Og trúið mér, ekki fannst mér ég eiga slík­an stuðning skilið eft­ir þetta rugl. En því miður var það ekki nóg. Það var erfitt að jafna sig and­lega eft­ir þetta fall og við tók erfiður tími. En svo birti til og ég fór að ná betri tök­um á ed­rú­mennsk­unni.

Ég gerði ná­kvæm­lega það sem alk­ar eiga að gera til að viðhalda bata. Og fór á gott flug. En ég slakaði því miður á og sjúk­dóm­ur­inn sló mig niður. Ég hætti að bera ábyrgð á bat­an­um mín­um og ed­rú­mennsk­unni. Og fyr­ir tveim­ur vik­um féll ég aft­ur. Vegna eig­in kæru­leys­is og van­mats á þess­um öm­ur­lega sjúk­dómi. Ég hef aldrei á æv­inni verið jafn svekkt­ur útí sjálf­an mig. Von­leysið og niður­brotið var al­gert. Og fjöl­skyld­an mín leið að sjálf­sögðu fyr­ir fallið, meira en ég sjálf­ur. Svona lagað spyrst út. Og eðli­legt að fólk velti því fyr­ir sér hvort ég sé lost keis. Ég féll. Og þegar maður fell­ur þá stend­ur maður upp og held­ur áfram.

Ég er svo hepp­in að eiga dá­sam­lega vini sem hjálpa mér á fæt­ur. For­eldra og börn sem veita stuðning. Ómet­an­legt. En það lán mitt að eiga Júlí­önu Ein­ars­dótt­ur að í þess­um hremm­ing­um bjargaði senni­lega lífi mínu. Ef það er ein­hver sem hef­ur stutt mig, stappað í mig stál­inu, verið til staðar og talað í mig kjark, þá er það hún. Jafn­vel þótt hún hafi þurft að þola mikið vegna míns alkó­hól­isma. Hún minn­ir mig á að ég er ekki vond­ur maður þótt ég komi ekki vel fram við fólkið mitt í neyslu.

Við mér blas­ir nú að vinna til baka traust henn­ar, barn­anna minna, for­eldra, vina og vinnu­fé­laga. Það skal tak­ast. Merki­legt nokk þá hefst sú ganga í nátt­föt­um og slopp við Grafar­vog­inn. Þangað ætla ég á morg­un. Ég ætla aldrei að gef­ast upp fyr­ir þess­um ógeðis­sjúk­dómi.

Sigmar á leið í meðferð

mbl.is

Bloggað um fréttina

Kate Moss notar engin leynitrix

Í gær, 23:59 Ofurfyrirsætan Kate Moss er byrjuð að hugsa betur um sjálfa sig enda byrjuð að eldast, orðin 43 ára gömul kona. Svo virðist sem Moss hafi ekki beitt neinum galdrabrögðum til að líta vel út þegar hún var á hátindi ferils síns. Meira »

Birkin-töskur í tugatali í töskuherberginu

Í gær, 21:00 Kylie Jenner er bara tvítug en þrátt fyrir það á hún ekki bara fataherbergi heldur líka töskuherbergi. Á meðan margar konur eiga eina uppáhaldstösku getur Jenner skipt oftar um töskur en nærbuxur. Meira »

Fagnaði ákaft á Kaffibarnum

Í gær, 18:00 Börkur Gunnarsson var að gefa út bókina Þeir og er hún númer tvö í þríleik. Fyrsta bókin í þessum þríleik heitir Hann.   Meira »

Ljótustu skópör allra tíma

Í gær, 15:00 Sumir skór eru einfaldlega svo ljótir að ótrúlegt er að einhver skuli hafa haft hugmyndaflug til að hanna þá.   Meira »

Berglind með gott partí

Í gær, 12:00 Matarbloggarinn og hjúkrunarfræðingurinn Berglind Guðmundsdóttir hélt glæsilegt teiti í gær vegna útkomu bókarinnar Gulur, rauður, grænn og salt. Meira »

„Það má alltaf bæta í safnið“

Í gær, 09:00 Lína Birgitta Camilla Sigurðardóttir er með fágaðan smekk og hefur mikið dálæti á fallegum töskum. Það er því ekki úr vegi að fá að forvitnast aðeins um herlegheitin, en Lína Birgitta sat fyrir svörum. Meira »

Hélt fram hjá með vinkonu kærustunnar

í fyrradag „Hún hallaði sér að mér og kyssti mig um leið og við komum inn. Eitt leiddi af öðru og við enduðum á því að stunda kynlíf. Ég fór heim eftir það og sá strax eftir því sem ég hafði gert.“ Meira »

Jólapartí Stellu á Hverfisbarnum

Í gær, 06:00 Stella Artois hélt sitt árlega jólapartí á dögunum en það var haldið til að fagna hátíðarútgáfu Stella Artois í 750 ml flösku. Teitið var haldið á Hverfisbarnum og var afar vel mætt. Meira »

Hallgrímur og Agla fögnuðu Fuglum

í fyrradag Íslenskir fuglar eru í forgrunni í bókinni Fuglar eftir Hjörleif Hjartarson og Rán Flygering. Henni var fagnað ákaft í sal Grafíkfélagsins við Tryggvagötu í gærkvöldi. Meira »

Rúnar og Guðrún eignuðust son

í fyrradag Rúnar Freyr Gíslason og Guðrún Jóna Stefánsdóttur eignuðust son í nótt. Sonurinn er barn númer sex í barnahópnum.   Meira »

Arnar og Jón kunna að halda partí

í fyrradag Veitingastaðurinn Library opnaði á dögunum í Keflavík. Af því tilefni var blásið til teitis á staðnum sjálfum og var aldeilis stuð og stemning. Arnar Gauti Sverrisson og Jón Gunnar Geirdal sáu um að breyta staðnum, búa til nýjan matseðil og hönnuður stemningu sem þykir ákaflega eftirsóknarverð. Meira »

Stuð á kvennakvöldi Ellingsen

í fyrradag Það var stemning úti á Granda þegar Ellingsen hélt konukvöld í gær. Dj Sóley og Dj Dóra sáu um tónlistina. Svo var fantafínn afsláttur og var hann nýttur til fulls. Meira »

Konungleg veisla í Norræna húsinu

í fyrradag Konunglega norska sendiráðið á Íslandi og John Lindsay hf. buðu til makrílsveislu í Norræna húsinu í gær. Tilefnið var að hinn vinsæli norski Stabburet-makríll er kominn á markað hér á landi. Meira »

Kynlífið ekki forgangsatriði

16.11. „Kynlíf og samskipti voru góð til að byrja með en nú segist hún oft vera of þreytt, stressuð eða veik. Hún segir að kynlíf sé ekki forgangsatriði hjá henni og byrjar það eiginlega aldrei þrátt fyrir að vera hrifin af kúri og keleríi.“ Meira »

Fantaflott hönnun á Njálsgötunni

16.11. Það var glatt á hjalla þegar Raus Reykjavík, sem er nýtt og spennandi gullsmíðaverkstæði, hélt opnunarteiti á Njálsgötu 22. Allir skartgripirnir eru handsmíðaðir og mjög fallegir og vandaðir. Meira »

Er kominn tími til að vekja rassinn?

16.11. Við mikla setu styttast vöðvarnir og það slokknar á rassvöðvunum. Ef ekki er hugað að rassvöðvunum leggjast þeir hreinlega í dvala. Meira »

Fötin sem koma þér á stefnumót

í fyrradag Það er ekki sama í hverju við erum þegar markmiðið er að heilla tilvonandi elskhuga. Ákveðnar flíkur eru betri en aðrar.   Meira »

Clinton og Trump ekki svo ólík

16.11. Hillary Clinton og Donald Trump eiga það sameiginlegt að hafa keppst um forsetastól Bandaríkjanna. Þegar betur er gáð kemur í ljós að þau ekki með svo ósvipað hár auk þess að þau hafa klæðst svipuðum fötum. Meira »

Guðni fór heim með nokkra boli

16.11. Mikil gleði ríkti í Mengi þegar sviðslistahátíðin Everybody's Spectacular var fagnað. Forseti Íslands og aðrir listunnendur létu sig ekki vanta. Meira »

Gleymdi að gera ráð fyrir ástinni

16.11. Einar Már Guðmundsson skrifar um Harald í sinni nýjustu bók sem gleymdi að gera ráð fyrir ástinni þegar hann lagði af stað í ferðalag. Meira »
Meira píla