Sigmar og Júlíana trúlofuð

Sigmar Guðmundsson
Sigmar Guðmundsson mbl.is/Ómar Óskarsson

Fjölmiðlamaðurinn Sigmar Guðmundsson og Júlíana Einarsdóttir eru trúlofuð. Þau tilkynntu það á Facebook fyrr í kvöld en parið dvelur á Tenerife um jólin. Parið er búið að vera saman síðan 2012 en þá var hún fréttaskrifta á Stöð 2 en hann í Kastljósinu. 

17 ára aldursmunur er á parinu og vakti sambandið töluverða athygli þegar þau byrjuðu saman. Saman eiga Sigmar og Júlíana saman soninn Hrafn sem er fæddur 2013 en fyrir Sigmar tvær dætur og stjúpbörn. 

Sigmar steig fram í maí og ræddi opinskátt um alkahólisma sinn á Facebook-síðu sinni: 

Ég tel mig ekk­ert mikið frá­brugðinn öðru fólki, en vafa­lítið hafa ein­hverj­ir aðra skoðun á því. Rétt eins og flest­ir vil ég vera góður við fólkið mitt, standa mig vel í vinnu og láta gott af mér leiða. Leiða gaml­ar kon­ur yfir gang­braut og lesa bæk­ur fyr­ir veik börn á spít­öl­um. Oft tekst þetta. En ekki alltaf. Minn djöf­ull er alkó­hólismi sem hef­ur mar­kerað mitt líf frá unglings­ár­um.

Mér gekk afar illa að ráða við sjúk­dóm­inn fyr­ir 10-15 árum en í lok árs 2004 náði ég loks yf­ir­hönd­inni. Átta ára ed­rú­mennska fylgdi í kjöl­farið þar sem ég fékk trú á lífið á ný. Og fólkið mitt og vin­ir fengu trú á mér eft­ir enda­laus von­brigði árin á und­an. Lífið varð gott. En þessi geðsjúk­dóm­ur er lúmsk­asta kvik­indi sem fyr­ir­finnst og hann lúr­ir alltaf í leyni. Fyr­ir um ári féll ég eft­ir langa ed­rú­mennsku.

Svo það sé nú bara sagt hreint út þá var þetta öm­ur­legt fall. Og eins og venju­lega eru það aðstand­end­ur og vin­ir alk­ans sem líða mest fyr­ir fylle­ríið. Fjöl­skylda mín var í sár­um, vin­ir mín­ir gáttaðir og vinnu­fé­lag­arn­ir svekkt­ir því það er með mig eins og aðra alka, nán­ast von­laust að vera heiðarleg­ur í neyslu. Sjálf­ur var ég í hengl­um og flúði til Svíþjóðar í meðferð, brot­inn og beygður. Þar var gott að vera. Ég kom heim og var sann­færður um að allt yrði í lagi á ný. Og það vantaði ekk­ert uppá stuðning­inn sem ég fékk, frá öll­um í kring­um mig. Og trúið mér, ekki fannst mér ég eiga slík­an stuðning skilið eft­ir þetta rugl. En því miður var það ekki nóg. Það var erfitt að jafna sig and­lega eft­ir þetta fall og við tók erfiður tími. En svo birti til og ég fór að ná betri tök­um á ed­rú­mennsk­unni.

Ég gerði ná­kvæm­lega það sem alk­ar eiga að gera til að viðhalda bata. Og fór á gott flug. En ég slakaði því miður á og sjúk­dóm­ur­inn sló mig niður. Ég hætti að bera ábyrgð á bat­an­um mín­um og ed­rú­mennsk­unni. Og fyr­ir tveim­ur vik­um féll ég aft­ur. Vegna eig­in kæru­leys­is og van­mats á þess­um öm­ur­lega sjúk­dómi. Ég hef aldrei á æv­inni verið jafn svekkt­ur útí sjálf­an mig. Von­leysið og niður­brotið var al­gert. Og fjöl­skyld­an mín leið að sjálf­sögðu fyr­ir fallið, meira en ég sjálf­ur. Svona lagað spyrst út. Og eðli­legt að fólk velti því fyr­ir sér hvort ég sé lost keis. Ég féll. Og þegar maður fell­ur þá stend­ur maður upp og held­ur áfram.

Ég er svo hepp­in að eiga dá­sam­lega vini sem hjálpa mér á fæt­ur. For­eldra og börn sem veita stuðning. Ómet­an­legt. En það lán mitt að eiga Júlí­önu Ein­ars­dótt­ur að í þess­um hremm­ing­um bjargaði senni­lega lífi mínu. Ef það er ein­hver sem hef­ur stutt mig, stappað í mig stál­inu, verið til staðar og talað í mig kjark, þá er það hún. Jafn­vel þótt hún hafi þurft að þola mikið vegna míns alkó­hól­isma. Hún minn­ir mig á að ég er ekki vond­ur maður þótt ég komi ekki vel fram við fólkið mitt í neyslu.

Við mér blas­ir nú að vinna til baka traust henn­ar, barn­anna minna, for­eldra, vina og vinnu­fé­laga. Það skal tak­ast. Merki­legt nokk þá hefst sú ganga í nátt­föt­um og slopp við Grafar­vog­inn. Þangað ætla ég á morg­un. Ég ætla aldrei að gef­ast upp fyr­ir þess­um ógeðis­sjúk­dómi.

Sigmar á leið í meðferð

mbl.is

Bloggað um fréttina

Hillurnar sem allir eiga

12:00 Það er ekki sama hvernig raðað er í hillur. En nú þykir ekkert fínna en að eiga fallega hvítar hillur með plöntum, myndum og sérvöldum bókum sem liggja í hillunum. Meira »

Missti 57 kíló og lykillinn var einfaldur

09:00 Á aðeins einu og hálfu ári missti Franny 57 kíló. Hún notar gamlar myndir af sér til þess að hvetja sig áfram.   Meira »

Drew Barrymore er snyrtivörufíkill

06:00 Leikkonan Drew Barrymore á veglegt safn af snyrtivörum enda lýsir hún sjálfri sér sem snyrtivörufíkli.   Meira »

Merki fyrir konur í yfirstærð á NYFW

Í gær, 23:59 Tískuhúsið Torrid verður fyrsta merkið fyrir konur í yfirstærð sem sýnir hönnun sína á tískuvikunni í New York.   Meira »

Sjö ráð fyrir betra kynlíf

Í gær, 21:00 Bandaríska lífsstílstímaritið Brother tók saman nokkrar rannsakaðar staðreyndir sem gera kynlífið betra.   Meira »

Óli Stef og Kristín selja slotið

Í gær, 18:00 Á Sjafnargötu í miðbæ Reykjavíkur stendur stórglæsilegt einbýlishús í eigu handboltastjörnunnar Ólafs Stefánssonar og konu hans Kristínar Soffíu Þorsteinsdóttur. Meira »

Stjörnurnar hafa tjáð sig um fósturmissi

í gær Fósturmissir er oft eitthvað sem fólk talar ekki mikið um en þó eru nokkrar stjörnur sem hafa tjáð sig málefnið og sagt frá sinni reynslu. Meira »

Fangelsi breytt í lúxushótel

Í gær, 15:00 Það eru ekki margir sem geta ímyndað sér að borga tugi þúsunda króna til þess að gista í fangelsi yfir nótt. Samt sem áður hefur fangelsum út um allan heim verið breytt í falleg lúxushótel sem fólk keppist um að fá að gista í. Meira »

Breytir þegar maðurinn er ekki heima

í gær Rakel Hlín Bergsdóttir, eigandi Snúrunnar, á undursamlega fallegt heimili í Kópavogi þar sem speglar og annað fínerí fær að njóta sín. Meira »

Morgunmatur á dag veldur þyngdartapi

í gær Ef þig langar að losa þig við aukakílóin er lykillinn fólginn í því hversu stórar máltíðir þú borðar og hvenær þú borðar þær samkvæmt nýjustu rannsóknum. Meira »

Fyrrverandi kærastinn eftirsóttari

í fyrradag „Út á við er ég alltaf róleg, jafnvel þegar ég sé hann í sleik við einhverjar aðrar stelpur beint fyrir framan nefið á mér. En inni í mér er ég öskureið.“ Meira »

Arna Ýr aftur í fegurðarsamkeppni

í fyrradag Eftir að athugasemdir um holdafar hennar í Miss Grand International sátu í henni í nokkra mánuði hefur Arna Ýr ákveðið að taka aftur þátt í fegurðarsamkeppni í ár. Meira »

Ávanar nískra milljarðamæringa

í fyrradag Bill Gates lætur sér nægja að ganga með úr sem kostaði þúsundkall og Mark Zuckerberg keyrir um á þriggja milljóna króna Golf. Nægjusemin getur gert þig ríkan. Meira »

Breska konungsfjölskyldan alltaf í stíl

24.7. Glöggir hafa tekið eftir því að breska konungsfjölskyldan hefur klæðst svipuðum litasamsetningum í opinberum heimsóknum sínum upp á síðkastið. Meira »

Sérviskumataræði stjarnanna er slæmt

24.7. Stjörnurnar er þekktar fyrir að fara öfgakenndar leiðir til þess að grennast. Næringarfræðingar segja aðferðir þeirra misgóðar. Meira »

Svona heldur J-Lo sér í formi

23.7. Þrotlausar æfingar og stíft mataræði er galdurinn á bak við útlit leik- og söngkonunnar Jennifer Lopez en hún segir það vera vinnu að halda sér í formi. Meira »

„Seinnipart dags breytist ég í sukkara“

í fyrradag Edda Björgvins hefur verið dugleg að stunda jóga upp á síðkastið sem hún segir það besta sem hún hefur gert fyrir sjálfa sig. Meira »

Öpp sem að halda þér í formi

24.7. Nú til dags getur snjallsíminn hjálpað þér með nánast allt.  Meira »

Svona eru venjur orkumikils fólks

23.7. Samkvæmt rannsóknum eru fáir í heiminum sem vakna hressir og kátir á morgnana eftir góðan svefn. Flestir ganga í gegnum lífið þreyttir og lifa á kaffi og minningunni um að leggjast í hlýtt rúmið í lok dags. Meira »

Fyrsta einkaflugvélin með blæju

23.7. Gleymið blæjubílnum, nú er hægt að fá sér blæju-einkaflugvél.   Meira »