Icey í boði ráðherra í Afríku

Berglind Icey ætlar að láta gott af sér leiða á …
Berglind Icey ætlar að láta gott af sér leiða á nýja árinu.

Fyrirsætan Berglind Icey er komin til Afríku en henni var boðið þangað af ráðherra. Markmið hennar fyrir 2016 er að gefa meira af sér.

Hvað myndirðu vilja gera aftur einhvern tíman sem þú prófaðir að gera á árinu?

„Ég væri alveg til í að vera aftur á „paddle board“ eða sjóbretti og vera í heitum og tærum sjónum í Turks of Caicos allan daginn.“

Komstu að einhverju nýju um sjálfa þig á árinu? „Að þolinmæði og viljastyrkur færa mann nær því að leysa og komast í langþráð verkefni.“

Hver er eftirminnilegasta manneskjan sem þú hittir á árinu? Eða eftirminnilegasta samtalið?

„Ég hef hitt marga áhugaverða á árinu sem er að líða en Sam Moves Camp, öldungur  indíánaættbálks og síðasti eftirlifandi Oglala Lakota Sioux Medicine, kemur sterkt upp í huga. Hann er alveg hreint einstakur maður.“

Ef þú mættir sleppa einhverju sem þú gerðir eða prófaðir eða eyddir tíma þínum á síðasta ári - hvað yrði það? „Myndi aldrei vilja sleppa neinu, öll reynsla mótar mig.“

Ef þú ættir að draga einhvern lærdóm af síðasta ári - hvaða ráð myndirðu gefa sjálfri þér fyrir árið 2016?

„Ég ætla að njóta þess að vera kona, er svo heil og sátt. Ég ætla að gefa enn meira af mér til góðs, bæði til náttúrunnar og til þeirra sem að eru í kringum mig.  Ég er með alltof mikla orku, ást og umhyggju til að koma ekki enn meiru í verk.“

Að lokum - ætlarðu eða langar þig til að að gera eitthvað nýtt á árinu - hvort sem það er áramótaheiti eða einfaldlega eða að prófa eitthvað nýtt og hvað þá?

„Mig hefur langað að fara til Afríku síðan ég var 10 ára og láta eitthvað gott af mér leiða, sá draumur er að rætast akkúrat núna. Þann 1. janúar var mér boðið af ráðherra orku- og náttúruauðlinda í Djibouti í Afríku að fara að skoða og velja jarðir fyrir jarðvarmastöð.“

Berglind Icey.
Berglind Icey.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál