Heimsins fallegustu trúlofunarhringar

John F. Kennedy hafði ást spúsu sinnar á smarögðum í …
John F. Kennedy hafði ást spúsu sinnar á smarögðum í huga þegar hann valdi trúlofunarhringinn. Skjáskot Daily Mail

Ertu enn að hugsa um 35 karata trúlofunarhringinn hennar Mariuh Carey? Við láum þér það svo sannarlega ekki, enda ekkert slor.

Carey er þó ekki sú eina sem hefur skartað stórbrotnum trúlofunarhring í gegnum tíðina, eins og meðfylgjandi myndir sanna.

Fleiri myndir má sjá á vef Daily Mail

Hringurinn er úr gulli og skartar 2,88 karata demanti og …
Hringurinn er úr gulli og skartar 2,88 karata demanti og 2,84 karata smaragði, auk nokkurra smærri demanta. Skjáskot Daily Mail
Í upphafi notaði Rainier prins hinn þriðji annan hring þegar …
Í upphafi notaði Rainier prins hinn þriðji annan hring þegar hann bar fram stóru spurninguna. Seinna uppfærði hann þó hringinn þegar hann sá að hann bliknaði í samanburði við trúlofunarhringa annarra Hollywood stjarna. Skjáskot Daily Mail
Hringur Grace Kelly er sérlega fallegur. Hringurinn sjálfur er úr …
Hringur Grace Kelly er sérlega fallegur. Hringurinn sjálfur er úr hvítagulli, en hann prýðir 10,47 karata demantur. Skjáskot Daily Mail
Í dag er hringurinn metinn á 4,3 milljónir dollara, sem …
Í dag er hringurinn metinn á 4,3 milljónir dollara, sem samsvarar 560 milljónum íslenskra króna. Skjáskot Daily Mail
Elísabet drottning á sérlega fallegan trúlofunarhring. Hann prýða demantar sem …
Elísabet drottning á sérlega fallegan trúlofunarhring. Hann prýða demantar sem áður var að finna í kórónu tengdamóður drottningarinnar, móður Philips prins. Skjáskot Daily Mail
Hringurinn er úr hvítagulli, en hann prýðir einn stór þriggja …
Hringurinn er úr hvítagulli, en hann prýðir einn stór þriggja karata demantur og átta minni demantar. Skjáskot Daily Mail
Leikkonan Audrey Hepburn gekk að eiga Mel Ferrer 24. september …
Leikkonan Audrey Hepburn gekk að eiga Mel Ferrer 24. september árið 1954. Hringarnir voru með fremur óvenjulegu sniði, en þeir voru þrír talsins. Skjáskot Daily Mail
Einn hringurinn er úr gulli, annar úr hvítagulli og skreyttur …
Einn hringurinn er úr gulli, annar úr hvítagulli og skreyttur demöntum, sá þriðji úr rósagulli. Skjáskot Daily Mail
Elizabet Taylor og Richard Burton gengu tvisvar í hjónaband, og …
Elizabet Taylor og Richard Burton gengu tvisvar í hjónaband, og skildu einnig tvisvar. Hringur Taylor var engin smásmíði, enda er demanturinn heil 33,19 karöt. Skjáskot Daily Mail
Hringurinn, sem er úr hvítagulli, er í dag metinn á …
Hringurinn, sem er úr hvítagulli, er í dag metinn á 8,2 milljónir bandaríkjadala sem samsvarar rúmum milljarði íslenskra króna. Skjáskot Daily Mail
Hringur hertogaynjunnar af Cambridge er heldur frábrugðinn ofantöldum trúlofunarhringum. Hringurinn …
Hringur hertogaynjunnar af Cambridge er heldur frábrugðinn ofantöldum trúlofunarhringum. Hringurinn er úr hvítagulli, en hann prýðir stærðarinnar safír sem er 12 karöt. Umhverfis safírinn eru síðan 14 minni demantar. Skjáskot Daily Mail
Hringurinn var eitt sinn í eigu Díönu prinsessu. Hringinn valdi …
Hringurinn var eitt sinn í eigu Díönu prinsessu. Hringinn valdi hún sjálf þegar Karl Bretaprins bar fram stóru spurninguna, vopnaður fjölda hringa. Skjáskot Daily Mail
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál