Lærði að vera æðrulaus

Friðrika Hjördís Geirsdóttir prýðir forsíðu MAN.
Friðrika Hjördís Geirsdóttir prýðir forsíðu MAN.

Forsíðu febrúartölublaðs MAN prýðir fjölmiðlakonan Friðrika Hjördís Geirsdóttir. Rikka, eins og hún er oftast kölluð, opnaði nýverið vefsíðuna www.rikka.is þar sem ætlunin er að deila uppskriftum, ráðum og fleiru en hennar von er að veita öðru fólki innblástur á jákvæðan hátt.

Hún segir þó jafnframt svolítinn kvíða fylgja því að opna sinn persónulega heim á þennan hátt. Henni er umhugað um heilsu þjóðarinnar og segir sykur stóra samfélagsvá. Eftir skilnað við barnsföður sinn var Rikka í sambandi við Skúla Mogensen, eiganda WOW air. Rötuðu fréttir af sambandsslitunum á forsíður glanstímarita og fann Rikka fyrir því að einkalíf hennar væri á milli tannanna á fólki.

„Ég lít á allar brekkur sem tækifæri til að þroskast. Brekkurnar koma reglulega í lífinu en ef þú hefur styrk til að líta á þær sem tækifæri frekar en hindranir, þá kemstu upp brekkurnar, hafandi reimað á þig jákvæðnisskóna,“ segir hún m.a. í viðtalinu við MAN.

Rikka fann ekki fyrir ótta við að verða einstæð tveggja barna móðir:

„Stundum verð ég þreytt, þegar ég á eftir að elda, vaska upp og þvo þvott og hjálpa til við heimalærdóm eftir langan dag í vinnu. Það væri ósköp notalegt að hafa fleiri hendur við verkin, en þetta kennir mér að vera sveigjanleg og æðrulaus."

Friðrika Hjördís Geirsdóttir ásamt sonum sínum. Myndin var tekin fyrir …
Friðrika Hjördís Geirsdóttir ásamt sonum sínum. Myndin var tekin fyrir þónokkrum árum síðan. mbl.is/úr einkasafni
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál