Var lögð í einelti á Stöð 2

Þórunn Antonía Magnúsdóttir.
Þórunn Antonía Magnúsdóttir. mbl.is/Ernir Eyjólfsson

Þórunn Antonía Magnúsdóttir prýðir forsíðu Fréttablaðsins í dag. Hún hefur ýmsa fjöruna sopið eins og kemur fram í viðtalinu en þar kemur fram að hún hafi verið lögð í einelti á Stöð 2, meðal annars þegar hún var dómari í Ísland Got Talent. 

„Ég lenti í þeirri stöðu að samstarfsmaður minn tók „stríðnina“ eins og hann kallar það út á mér. Sem dæmi má nefna að í lok fyrstu seríunnar erum við öll saman að fagna góðu gengi. Þar sem okkur er svo tilkynnt um að næsta þáttaröð fari í loftið og að við verðum öll með í henni. Þessi samstarfsmaður minn er þá að hnýta eitthvað í mig og talandi um það hvað ég verði ómöguleg móðir og yrði óhæf í það hlutverk, en Auddi, hann yrði hins vegar frábær pabbi. Segir mig óábyrga og fleira í þeim dúr, nastí og ljótar athugasemdir sem fengu að falla. Fimm mínútum síðar tilkynni ég óléttuna, og þá hrifsar sami samstarfsmaður af mér athyglina og fer að tala um að hann sé skyggn og hafi vitað þetta. Hann rændi mig þarna augnablikinu mínu, að tilkynna vinnuveitendum mínum og samstarfsmönnum mína fyrstu óléttu. Ég stóð þarna og reyndi að hlæja, með tárin í augunum. Þessi sami samstarfsmaður sá ekki ástæðu til að láta staðar numið því í beinu framhaldi stendur hann upp og lýsir yfir sinni skoðun um að ég eigi ekki að halda áfram í dómnefnd því það „sé ekkert sell í því að hafa konu með barn á brjósti í dómnefnd“. Hann var iðulega með ljót komment og óþægilega nærveru, og ég man eftir að hann dundaði sér við að kasta í mig súkkulaðimolum þegar ég steig inn í beina útsendingu í hvítum fötum.“

Þórunn segist þó ekki hafa viljað gera neitt í þessu, enda talið að slíkt myndi gera illt verra.

„Það var eiginlega ekki fyrr en löngu seinna, að ég er að horfa á heimildarmynd um einelti, þar sem það rann upp fyrir mér. Ég var lögð í einelti á vinnustað, og ég lét það viðgangast.“

Í viðtalinu kemur fram að hún hafi verið kominn á steypirinn þegar hún fékk símtal frá yfirmanni á Stöð 2 sem sagði henni frá því að hún yrði ekki með í næstu þáttaröð af Ísland Got Talent. 

„Daginn eftir sé ég í fjölmiðlum að Selma Björnsdóttir er ráðin, í starfið sem mér hafði verið lofað. Búið var að segja við mig að ég þyrfti ekkert að hafa áhyggjur af minni vinnu. Það var greinilega löngu búið að semja við Selmu, sem ég ber engan kala til, en það var illa að þessu staðið hjá fyrirtækinu þar sem ég hafði unnið til fjölda ára og oftar en ekki búið að plasta andlitið á mér framan á húsið. En ég var beðin afsökunar á þessu. Þessi reynsla sem ég fékk í þáttunum var góð, og mér fannst vel að þessu staðið hjá 365 og RVK Studios. Auk þess eignaðist ég góða vini í þeim Þorgerði Katrínu, Audda og Jóni.“

HÉR er hægt að lesa viðtalið í heild sinni. 

Þórunn Antonía Magnúsdóttir.
Þórunn Antonía Magnúsdóttir. mbl.is/Ernir Eyjólfsson
mbl.is

Bloggað um fréttina

Tímabilið sem giftar konur halda fram hjá

Í gær, 23:57 Konur og karlar íhuga framhjáhald á mismunandi tímabilum í lífinu.   Meira »

Leiðarvísir að unaðslegu bílakynlífi

Í gær, 21:00 Það getur verið skemmtilegt að stunda kynlíf annars staðar en uppi í rúmi. Bílar eru tilvalinn staður ef maður vill bregða sér út af heimilinu. Hins vegar er ýmislegt sem þarf að hafa í huga enda bæði lítið pláss og gluggar á öllum hliðum. Meira »

Stór rass góður fyrir heilsuna

Í gær, 18:00 Betra er að safna fitu á mjöðmum og rassi heldur en á magasvæðinu ef horft er á rannsókn sem mat áhættu á hjartaáfalli, heilablóðfalli og sykursýki tvö. Meira »

Afsannar mýtur um hollan mat

Í gær, 15:00 Breskur heilsubloggari að nafni Lucy Mountain vill breyta því hvernig fólk hugsar um hollustu með því að afsanna nokkrar algengar mýtur sem segja fólki hvað sé „hollt“ eða „óhollt“. Meira »

Grand í Safamýrinni

Í gær, 12:00 Endurnýjuð glæsileg sérhæð í Safamýri er komin á sölu. En hver hlutur hefur verið vandlega valin í íbúðina sem býr yfir miklum heildarsvip, Meira »

116 ára gömlu húsi breytt í nútímahöll

Í gær, 09:00 Kanadísku hönnunarstofunni Audax tókst einstaklega vel upp þegar hún fékk það verkefni að taka gamalt hús í gegn.   Meira »

Dýrasta brúðkaup ársins?

í fyrradag Rússneskur stjórnmálamaður að nafni Aleksey Shapovalov rataði í heimsfréttirnar fyrr á árinu þegar hann bað kærustu sinnar með 70 karata demants-giftingahring að virði tæpra milljarð íslenskra króna. Meira »

Gerir stólpagrín að líkamsræktarbloggurum

Í gær, 06:00 Edward Lane eða Wellness Ted eins og hann heitir á Instagram finnst fólk sem birtir myndir af heilsusamlegum lífsstíl vera of alvarlegt en hann birtir reglulega myndir af sér með teiknaða magavöðva að borða óhollan mat. Meira »

Heldur fram hjá með fyrrverandi

í fyrradag „Hann gerði sig að algjörum bjána þegar ég fann varalit á skyrtunni hans. Maður mundi halda að menn myndu fjarlægja sönnunargögnin en þarna var það. Þegar ég talaði við hann viðurkenndi hann að hafa sofið hjá henni. Hann dirfðist að segja að þau væru sálufélagar þó svo að þau væru bara búin að þekkjast í nokkrar vikur.“ Meira »

Þyngdin skiptir ekki máli

í fyrradag Jógakennarinn Maria Odugba er lífandi sönnun þess að það er ekki samansem merki að vera mjór og að vera í góðu formi. „Ég trúi því að allir eigi að vera heilbrigðir en það þýðir ekki að fólk þarf að vera grannt.“ sagði Odugba. Meira »

Svona þværðu hárið úti í geimnum

í fyrradag Geimfarinn Karen Nyberg sýnir fólki hvernig hún heldur hári sínu hreinu á meðan hún er í geimnum.   Meira »

Taka rassamyndir í nafni sjálfsástar

í fyrradag Listakonur frá Montreal í Kanada, Emilie Mercier og Frédérique Marsille, stofnuðu 1001 Fesses, sem þýðir 1001 rass á íslensku. Meira »

Klósettpappír nýtist ekki bara á klósettinu

í fyrradag Ef þú nennir ekki í ræktina er tilvalið að gera æfingar heima. Skortur á ræktartækjum er engin fyrirstaða þar sem vel má nota klósettpappír við æfingar. Meira »

Kennir hundunum um litla kynlífslöngun

15.8. „Kynlífslöngun okkar var aldrei á sömu bylgjulengdinni en síðustu fjögur ár hefur hann eiginlega ekki haft neinn áhuga á kynlífi. Hann kennir hundunum um.“ Meira »

Flottir veggir í piparsveinsíbúð

15.8. Flottir veggir og skandinavískur stíll einkenna glæsilega piparsveinsíbúð sem nýlega var tekin í gegn.   Meira »

Staðan sem fullnægir konum

15.8. Kynlífssérfræðingur hefur látið í ljós bestu kynlífsstöðuna sem lætur konur oftast fá fullnægingu.  Meira »

Draumagarður í sinni tærustu mynd

í fyrradag Ertu að hugsa um að stækka pallinn eða gera garðinn ógleymanlegan? Garðurinn í kringum þetta meistarastykki ætti svo sannarlega að fá verðlaun, svo flottur er hann. Meira »

Lyftingar ekki bara fyrir fitness-stjörnur

15.8. Michelle Franklin missti 50 kíló með því að stunda lyftingar og breyta matarræðinu. Franklin sem er 51 árs gömul amma vill sýna fólki að lyftingar eru ekki aðeins fyrir fitness-stjörnur á Instagram. Meira »

Ásdís Rán vekur athygli í Bretlandi

15.8. Þyrlupróf Ásdísar Ránar hefur ekki bara ratað í fjölmiðla hérlendis, nýlega birti breska síðan Mail Online umfjöllun um Ásdísi og aðrar konur sem lagt hafa fyrir sig þyrluflug. Meira »

Ætlaði ekki að vera sjúklingur allt sitt líf

15.8. Margrét Sigurðardóttir hefur misst 18 kíló á tæpum fjórum mánuðum án allra öfga. En Margrét sem glímir við vefjagigt og er með hjartasjúkdóm hefur þrisvar sinnum á nokkrum árum þurft að byrja frá grunni að taka sig í gegn. Meira »
Meira píla