Var lögð í einelti á Stöð 2

Þórunn Antonía Magnúsdóttir.
Þórunn Antonía Magnúsdóttir. mbl.is/Ernir Eyjólfsson

Þórunn Antonía Magnúsdóttir prýðir forsíðu Fréttablaðsins í dag. Hún hefur ýmsa fjöruna sopið eins og kemur fram í viðtalinu en þar kemur fram að hún hafi verið lögð í einelti á Stöð 2, meðal annars þegar hún var dómari í Ísland Got Talent. 

„Ég lenti í þeirri stöðu að samstarfsmaður minn tók „stríðnina“ eins og hann kallar það út á mér. Sem dæmi má nefna að í lok fyrstu seríunnar erum við öll saman að fagna góðu gengi. Þar sem okkur er svo tilkynnt um að næsta þáttaröð fari í loftið og að við verðum öll með í henni. Þessi samstarfsmaður minn er þá að hnýta eitthvað í mig og talandi um það hvað ég verði ómöguleg móðir og yrði óhæf í það hlutverk, en Auddi, hann yrði hins vegar frábær pabbi. Segir mig óábyrga og fleira í þeim dúr, nastí og ljótar athugasemdir sem fengu að falla. Fimm mínútum síðar tilkynni ég óléttuna, og þá hrifsar sami samstarfsmaður af mér athyglina og fer að tala um að hann sé skyggn og hafi vitað þetta. Hann rændi mig þarna augnablikinu mínu, að tilkynna vinnuveitendum mínum og samstarfsmönnum mína fyrstu óléttu. Ég stóð þarna og reyndi að hlæja, með tárin í augunum. Þessi sami samstarfsmaður sá ekki ástæðu til að láta staðar numið því í beinu framhaldi stendur hann upp og lýsir yfir sinni skoðun um að ég eigi ekki að halda áfram í dómnefnd því það „sé ekkert sell í því að hafa konu með barn á brjósti í dómnefnd“. Hann var iðulega með ljót komment og óþægilega nærveru, og ég man eftir að hann dundaði sér við að kasta í mig súkkulaðimolum þegar ég steig inn í beina útsendingu í hvítum fötum.“

Þórunn segist þó ekki hafa viljað gera neitt í þessu, enda talið að slíkt myndi gera illt verra.

„Það var eiginlega ekki fyrr en löngu seinna, að ég er að horfa á heimildarmynd um einelti, þar sem það rann upp fyrir mér. Ég var lögð í einelti á vinnustað, og ég lét það viðgangast.“

Í viðtalinu kemur fram að hún hafi verið kominn á steypirinn þegar hún fékk símtal frá yfirmanni á Stöð 2 sem sagði henni frá því að hún yrði ekki með í næstu þáttaröð af Ísland Got Talent. 

„Daginn eftir sé ég í fjölmiðlum að Selma Björnsdóttir er ráðin, í starfið sem mér hafði verið lofað. Búið var að segja við mig að ég þyrfti ekkert að hafa áhyggjur af minni vinnu. Það var greinilega löngu búið að semja við Selmu, sem ég ber engan kala til, en það var illa að þessu staðið hjá fyrirtækinu þar sem ég hafði unnið til fjölda ára og oftar en ekki búið að plasta andlitið á mér framan á húsið. En ég var beðin afsökunar á þessu. Þessi reynsla sem ég fékk í þáttunum var góð, og mér fannst vel að þessu staðið hjá 365 og RVK Studios. Auk þess eignaðist ég góða vini í þeim Þorgerði Katrínu, Audda og Jóni.“

HÉR er hægt að lesa viðtalið í heild sinni. 

Þórunn Antonía Magnúsdóttir.
Þórunn Antonía Magnúsdóttir. mbl.is/Ernir Eyjólfsson
mbl.is

Bloggað um fréttina

30 daga kynlífsáskorun

Í gær, 22:00 Er kominn tími til að hrista upp í kynlífinu og fara út fyrir þægindarammann? Hér er 30 daga áskorun sem fær þig örugglega til að gera eitthvað nýtt. Meira »

Endalaus gleði á Tosca

Í gær, 19:00 Það var stórkostleg stemning í Hörpu þegar óperan Tosca var frumsýnd á laugardaginn var. Eins og sjá má á myndunum var afar góð stemning á frumsýningunni. Meira »

Kjóll Melaniu Trump kominn á safn

Í gær, 16:00 Kjóllinn sem Melania Trump klæddist á Freslisdansleiknum eftir innsetningu eiginmanns hennar er kominn á safn. Hönnuður kjólsins segir að forsetafrúin skilji tísku. Meira »

Svart eldhús við Blönduhlíð

Í gær, 13:00 Svart eldhús setur svip sinn á huggulega íbúð við Blönduhlíð í Reykjavík og er hálfpartinn opið inn í stofu.   Meira »

Ofurkonur í húsi Vigdísar Finnboga

Í gær, 10:05 Það var glatt á hjalla í húsi Vigdísar Finnbogadóttur þegar ráðstefnan All Ladie League var haldin   Meira »

Bráðhollt og gott millimál

Í gær, 07:00 Einkaþjálfarinn Telma Matthíasdóttir, sem heldur úti heimasíðunni Fitubrennsla.is, hefur leiðbeint fólki að bættri heilsu undanfarin 16 ár. Meira »

Eignuðust dóttur á frumsýningardaginn

í fyrradag Mikael Torfason og Elma Stefanía Ágústsdóttir eignuðust dóttur á föstudaginn. Mikael missti af frumsýningunni á Guð blessi Ísland í Borgarleikhúsinu en hann er höfundur verksins ásamt Þorleifi Arnarssyni. Meira »

Góð ráð fyrir konur sem stunda sjálfsfróun

í fyrradag Konur ættu ekki endilega að liggja bara á bakinu og nudda á sér snípinn þegar kemur að sjálfsfróun.   Meira »

Færir fundi til að komast í crossfit

í fyrradag Ómar R. Valdimarsson lögmaður hugsar ákaflega vel um heilsuna en fyrir fjórum árum var hann 99,9 kg og ákvað að snúa vörn í sókn. Markmiðið var að vera í toppformi á fertugsafmælinu sem fram fór í síðasta mánuði. Meira »

Dýrasta hús í heimi

í fyrradag Villa Les Cèdres er stórglæsileg villa í Suður-Frakklandi sem hæfir kóngafólki. Húsið er getur orðið þeirra sem eiga 43 milljarða. Meira »

12 kg of þung en langar í fitusog

í fyrradag „Ég er með stoppaðan skjaldkirtil og á mjög erfitt með að losna við síðustu 12 kg. Er sniðugt að fara í fitusog fyrir svoleiðis manneskju? Og annað hvað kostar andlitslyfting? Svo er ég með annað vandamál því ég fór í brjóstaminnkun fyrir rúmum 30 árum og ég er með ljót ör og leiðinda hliðarpoka undir höndunum og á hliðunum, er hægt að laga það?“ Meira »

Lífið breyttist eftir sambandsslitin

í fyrradag Elva Dögg Sigurðardóttir tók lífstíl sinn í gegn eftir að hún hætti með barnsföður sínum. Hún skipuleggur sig vel og notar ekki tímaleysi sem afsökun fyrir því að borða óhollt og skrópa í ræktinni. Meira »

Rómantískt rússneskt heimili

í fyrradag Fylgjendur íslenska landsliðins í knattpyrnu eiga von á góðu ef leiguíbúðir í Rússlandi eru eitthvað í líkindum við þessa.   Meira »

Guðni mætti á Guð blessi Ísland

21.10. Guð blessi Ísland eftir Mikael Torfason og Þorleif Arnarsson var frumsýnt í Borgarleikhúsinu í gærkvöldi. Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands lét sig ekki vanta. Meira »

Kolvetni ekki alltaf vondi karlinn

21.10. Margir reyna að skera niður kolvetnaneyslu í megrunarskyni. Þó svo að það sé ekki hollt að borða brauð og pasta í hvert mál fitnar fólk ekki mikið við það að borða gulrætur. Meira »

Reynir að fara í ræktina klukkan sjö

21.10. Sigríður Andersen lifir annasömu lífi og myndi vilja hafa örlítið meiri tíma til að lesa og prjóna. Hún mætir í ræktina klukkan sjö á morgnana. Meira »

Sendiherrahjónin gera allt vitlaust

21.10. Risaeðlurnar eftir Ragnar Bragason voru frumsýndar í gærkvöldi í Þjóðleikhúsinu. Verkið hreyfði við áhorfendum.   Meira »

Kínóa á húðina, ekki bara í magann

21.10. Kínóa hefur ekki bara orðið vinsæl á matarborðum á undanförnum árum heldur er kínóa einnig að verða vinsæl húðvara.   Meira »

„Ég hafði prófað allan andskotann“

21.10. Ragnheiður Kristjónsdóttir þekkir það vel af eigin raun að vera of þung. Í mörg ár burðaðist hún með allt of mörg aukakíló og var búin að reyna allt til þess að léttast. Meira »

Sleppir víni og japlar á kaffibaunum

21.10. Victoria Beckham borðar kaffibaunir til þess að koma í veg fyrir áfengisneyslu og þar með timburmenni. Fatahönnuðurinn er þekktur fyrir meinhollan lífstíl. Meira »
Meira píla