Var lögð í einelti á Stöð 2

Þórunn Antonía Magnúsdóttir.
Þórunn Antonía Magnúsdóttir. mbl.is/Ernir Eyjólfsson

Þórunn Antonía Magnúsdóttir prýðir forsíðu Fréttablaðsins í dag. Hún hefur ýmsa fjöruna sopið eins og kemur fram í viðtalinu en þar kemur fram að hún hafi verið lögð í einelti á Stöð 2, meðal annars þegar hún var dómari í Ísland Got Talent. 

„Ég lenti í þeirri stöðu að samstarfsmaður minn tók „stríðnina“ eins og hann kallar það út á mér. Sem dæmi má nefna að í lok fyrstu seríunnar erum við öll saman að fagna góðu gengi. Þar sem okkur er svo tilkynnt um að næsta þáttaröð fari í loftið og að við verðum öll með í henni. Þessi samstarfsmaður minn er þá að hnýta eitthvað í mig og talandi um það hvað ég verði ómöguleg móðir og yrði óhæf í það hlutverk, en Auddi, hann yrði hins vegar frábær pabbi. Segir mig óábyrga og fleira í þeim dúr, nastí og ljótar athugasemdir sem fengu að falla. Fimm mínútum síðar tilkynni ég óléttuna, og þá hrifsar sami samstarfsmaður af mér athyglina og fer að tala um að hann sé skyggn og hafi vitað þetta. Hann rændi mig þarna augnablikinu mínu, að tilkynna vinnuveitendum mínum og samstarfsmönnum mína fyrstu óléttu. Ég stóð þarna og reyndi að hlæja, með tárin í augunum. Þessi sami samstarfsmaður sá ekki ástæðu til að láta staðar numið því í beinu framhaldi stendur hann upp og lýsir yfir sinni skoðun um að ég eigi ekki að halda áfram í dómnefnd því það „sé ekkert sell í því að hafa konu með barn á brjósti í dómnefnd“. Hann var iðulega með ljót komment og óþægilega nærveru, og ég man eftir að hann dundaði sér við að kasta í mig súkkulaðimolum þegar ég steig inn í beina útsendingu í hvítum fötum.“

Þórunn segist þó ekki hafa viljað gera neitt í þessu, enda talið að slíkt myndi gera illt verra.

„Það var eiginlega ekki fyrr en löngu seinna, að ég er að horfa á heimildarmynd um einelti, þar sem það rann upp fyrir mér. Ég var lögð í einelti á vinnustað, og ég lét það viðgangast.“

Í viðtalinu kemur fram að hún hafi verið kominn á steypirinn þegar hún fékk símtal frá yfirmanni á Stöð 2 sem sagði henni frá því að hún yrði ekki með í næstu þáttaröð af Ísland Got Talent. 

„Daginn eftir sé ég í fjölmiðlum að Selma Björnsdóttir er ráðin, í starfið sem mér hafði verið lofað. Búið var að segja við mig að ég þyrfti ekkert að hafa áhyggjur af minni vinnu. Það var greinilega löngu búið að semja við Selmu, sem ég ber engan kala til, en það var illa að þessu staðið hjá fyrirtækinu þar sem ég hafði unnið til fjölda ára og oftar en ekki búið að plasta andlitið á mér framan á húsið. En ég var beðin afsökunar á þessu. Þessi reynsla sem ég fékk í þáttunum var góð, og mér fannst vel að þessu staðið hjá 365 og RVK Studios. Auk þess eignaðist ég góða vini í þeim Þorgerði Katrínu, Audda og Jóni.“

HÉR er hægt að lesa viðtalið í heild sinni. 

Þórunn Antonía Magnúsdóttir.
Þórunn Antonía Magnúsdóttir. mbl.is/Ernir Eyjólfsson
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál