Henti gervilim í andlit fjármálaráðherra

Steven Joyce fjármálaráðherra.
Steven Joyce fjármálaráðherra. Ljósmynd/Skjáskot mananews.com

Það er ekki aðeins hér á landi sem sumir eru óánægðir með ráðamenn þjóðarinnar. Steven Joyce, fjármálaráðherra Nýja-Sjálands, komst heldur betur í hann krappan á dögunum þegar ungur kjósandi þar í landi ákvað að sýna óánægju sína í verki vegna einhvers viðskiptasamnings.

Viðkomandi tók sig til og fleygði gervilim af öllu afli í andlit ráðherrans og sýndi með þeim hætti að henni stæði ekki á sama um framgöngu ráðherrans. Ráðherrann tók þessu af stóískri ró enda grjótharður. Ekki fylgir sögunni hvort mótmælandinn hafi verið handtekinn og gerður að tugthúslim.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál