Andri Snær með Björk og Vigdísi Finnboga

Björk Guðmundsdóttir snæddi með Vigdísi Finnbogadóttur og Andra Snæ Magnasyni …
Björk Guðmundsdóttir snæddi með Vigdísi Finnbogadóttur og Andra Snæ Magnasyni á Bergsson. mbl

„Myndina tók ég á veitingastaðnum Bergsson í byrjun marsmánaðar eftir að Samtök ferðaþjónustunnar ásamt fjölmörgum samtökum skrifuðu undir viljayfirlýsingu um stofnun þjóðgarðs á miðhálendi Íslands,“ segir Skapti Örn Ólafsson, upplýsingafulltrúi Samtaka ferðaþjónustunnar en hann birti þessa áhugaverðu mynd á Facebook-síðunni „Frægir á ferð“.

„Náttúra Íslands er einstök í augum þeirra erlendu ferðamanna sem sækja landið okkar heim og þá ímynd ber okkur að varðveita. Andri Snær, Björk og Vigdís Finnbogadóttir voru viðstödd undirskriftina og röltu rétt eins og við hjá SAF yfir á Bergsson til að fá sér að borða,“ segir Skapti Örn.

„Ég vona að þau fyrirgefi mér framhleypnina. Ég stóðst ekki mátið með að smella af mynd, enda ekki á hverjum degi sem maður nær „þrennu“ til að setja inn á hina frómu síðu „Frægir á ferð“ á Facebook,“ segir Skapti Örn sem er ekki klár á því hvort að framboðsmál Andra Snæs hafi verið til umræðu. „Það kann að vera að forsetinn okkar fyrrverandi hafi verið að gefa forsetaframbjóðandanum núverandi góð ráð, en án efa hafa málefni miðhálendis Íslands verið til umræðu,“ segir Skapti Örn.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál