Stevie Wonder hélt uppi stuðinu í veislunni

mbl.is/GettyImages

Söngkonan Diana Ross gekk að eiga norska milljarðamæringinn Arne Næss árið 1986. Eins og við var að búast var brúðkaupsveislan hin glæsilegasta. Athöfnin var haldin í aldagamalli kirkju í Sviss og um 240 gestir voru viðstaddir. Ross klæddist glæsilegum satínkjól og var með hvítt blúnduslör á höfðinu.

Tónlistarmaðurinn Stevie Wonder hélt svo uppi stuðinu í veislunni og söng meðal annars lagið I Just Called to Say I Love You . Fregnir herma að dagurinn hafi kostað í kringum 124 milljónir króna. Seinna eignuðust þau Ross og Næss tvo syni. Árið 2000 skildu þau en Ross talar enn um Næss, sem lést árið 2004, sem ástina í lífi sínu.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál