„Hún vissi að hún myndi fara snemma frá okkur“

Bryndís Ásmundsdóttir.
Bryndís Ásmundsdóttir.

Söng- og leikkonan Bryndís Ásmundsdóttir verður okkar íslenska Amy Winehouse á samnefndum tónleikum sem fara fram í Gamla Bíó í miðvikudagskvöldið. Bryndís segist hlakka mikið til að syngja á þessum tónleikum enda hafi Winehouse verið í miklu uppáhaldi hjá henni. 

„Það er frábært að syngja Amy vegna þess að hún blandaði saman jazz, blues, fönk, soul og hjarta í flutning sínum það er einhver blanda sem ég kann vel að meta,“ segir Bryndís. Sterka og kraftmikla röddin hennar Bryndísar passar vel við rödd Winehouse heitinnar. 

Heimildamyndin um Amy Winehouse kom út í fyrra en myndin sagði frá baráttu söngkonunnar við vímuefni sem á endanum dró hana til dauða aðeins 27 ára að aldri. 

„Ég sá heimildarmyndina á sínum tíma og hún hafði gríðarleg áhrif á mig. Það er til dæmis ein af ástæðum þess að ég er að heiðra þessa stórkostlegu manneskju með tónleikunum. Ég er þeirrar skoðunar að þessi mynd ætti að vera sýnd í öllum skólum landsins sem forvarnamynd,“ segir Bryndís og bætir við: 

„Hún vissi að hún myndi fara snemma frá okkur. Hún ákvað því að lifa hratt og fór mjög illa með sig. Hún var með tilfinningar sínar hangandi utan á sér og samdi texta um það sem var að gerast hjá henni og hún gaf engan afslátt. Það finnst mér stórkostlegt af listamanni að geta gert,“ segir hún. 

Amy Winehouse á tryggan stað í hjarta Bryndísar og segir hún að það hafi verið áberandi að hún fylgdi hjartanu. Í Gamla Bíó verður Bryndís ekki ein á sviðinu því með henni verður tíu manna band. 

„Svo verður rosalegt partí í anda Amy eftir tónleikana á Petersen svítunni,“ segir Bryndís. 

 

 

Amy Winehouse lést 2011.
Amy Winehouse lést 2011.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál