Búningahönnunin skilar sér á sviðinu

Mamma Mia.
Mamma Mia. GRIMUR BJARNASON

Búningahönnuðurinn Filippía Elísdóttir stóð í ströngu þegar hún hannaði búninga fyrir sýninguna Mamma Mia sem er aldeilis búin að slá í gegn í Borgarleikhúsinu. Þegar ég talaði við hana sagði hún að verkefnið væri frá þungu stykkjunum sem hún hefur unnið að í vetur í leikhúsinu. 

Filippía segir jafnframt að það fyrsta sem komi upp í hugann þegar hún hugsi um Mamma Mia sé gleðin að við að skapa með Unni Ösp Stefánsdóttur leikstjóra, Ilmi Stefánsdóttur leikmyndahönnuði, Birni ljósahönnuði og öllum hinum sem komu að sýningunni. 

„Mér fannst gott að fara í verkefni sem er á léttari nótunum, en þó með alvarlegum undirtón. Sérstaklega er lífsgleðin í sýningunni mikilsvert móteitur við hatursorðræðu á borð við þá sem við sjáum daglega í fjölmiðlunum, nú síðast í umræðu eldklerksins í Trumplandi um hórdóm Íslendinga. Margar aðalhetjur Mamma Mia eru augljós helvítismatur. Fullnægðar stíga þær trylltan dans á sódómískri grískri eyju Afródítu ástargyðjunnar. 

Það var líka gott kúpla sig aðeins frá erfiðum en gefandi sýningum frá fyrri hluta leikársins, verkum um geðveilur, sjálfsmorð, drengjagirnd og alkóhólisma. Slíkt getur nefnilega reynt svo sannarlega á og þá er gott að feta ferlið með sterkum einstaklingum sem maður treystir og virðir. Í ljósi þessa varð sýningin kannski örlítið myrkari fyrir vikið útlitslega, sérstaklega partí senan fyrir hlé,“ segir Filippía.

Filippía Elísdóttir búningahönnuður naut þess að gera búningana fyrir Mamma …
Filippía Elísdóttir búningahönnuður naut þess að gera búningana fyrir Mamma Mía.

Hún ber samstarfskonum sínum í búningadeild Borgarleikhússins góða söguna. 

„Eins var frábært að njóta þekkingar reynsluboltanna í búningadeildinni undir forystu Stefaníu Adolfsdóttur. Þær þekkja mig orðið svo vel að allt okkar samstarf er hnökralaust og byggt á algjöru trausti. Þær eru allar frábærar listakonur og útfæra hugmyndir sem eru stundum flóknar og ekki á hvers manns færi að leysa. Enda lýtur búningagerð allt öðrum lögmálum heldur en í hefðbundinni framleiðslu fatnaðar, þær eru sífellt í nýsköpun með mismunandi listafólki þar sem þær verða að greina og leysa verkefni innan lögmála leikhússins.

Ég og Stefanía versluðum flest efnin í Lundúnum en einnig í New York, við notuðum layera í pallíettugallana, til að fá áhugaverðari litapallettur og meiri dýpt. Fyrir vikið varð búningadeildin að glíma við það flókna verkefni að láta efnin virka saman, sem ég var blessunarlega laus við. Og það fór drjúgur tími í gerð þessara búninga sem voru ansi margir og þá má ekki við neinum mistökum sem gætu orðið sýningunni og leikhúsinu dýrkeypt,“ segir hún. 

Mamma Mia.
Mamma Mia. GRIMUR BJARNASON

Filippía hefur notið mikið lof fyrir verk sín í gegnum tíðina og því er ekki úr vegi að spyrja hana að því hvernig venjulegur vinnudagur sé hjá henni.  

„Venjulegur dagur hjá búningahönnuði er mjög misjafn, hann fer stundum í samræður við samstarfslistafólk mitt, þau hafa áhrif á mig og ég vona öfugt. Ég held ég spái minnstu um búningana til að byrja með - þeir eru eðlileg afleiðing organísk ferlis með hópnum sem ég vinn með hverju sinni. Hinsvegar hef ég áhuga á öllu mannlegu og nálgast vonandi list mína á húmanískan hátt.“

Þegar Filippía er spurð að því hvað hún geri til að slappa af segist hún bæði njóta hámenningar og lágmenningar í frítíma sínum. 

„Til að hvílast elska ég lestur góðra bóka og horfa á góðar kvikmyndir (eða rusl sem núllstillir mann á svipstundu), samvistir við mína nánustu sem bæta mig, skilja hver ég er og þola. Og svo nú upp á síðkastið er maðurinn minn að kenna mér að njóta íslenskrar náttúru (sem er fáránlegt) og ég veit ekkert betra og dýrmætara en það,“ segir hún. 

Líf og störf Filippíu eru ævintýrum stráð. Nú er hún til dæmis stödd í Þýskalandi þar sem hún er að skapa verk með Katrínu Hall. Verkið verður frumsýnt í næstu viku. 

„Svo tekur við Djöflaeyjan undir forystu Atla Rafns og frábærum leikhópi hjá Þjóðleikhúsinu sem við frumsýnum 3. september. Jólasýning Borgarleikhússins á Sölku Völku í leikstjórn Yönu Ross,“ segir hún. Það er því ekki hægt að kvarta undan verkefnaskorti. 

Mamma Mia.
Mamma Mia. mbl.is
Helgi Björnsson og Jóhanna Vigdís Arnardóttir í hlutverkum sínum í …
Helgi Björnsson og Jóhanna Vigdís Arnardóttir í hlutverkum sínum í Mamma Mia. Ljósmynd/Grí­mur Bjarnason
Helgi Björnsson í essinu sínu í Mamma Mia.
Helgi Björnsson í essinu sínu í Mamma Mia. Ljósmynd/Grímur Bjarnason
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál