Dúndrandi fimm ára afmæli!

Það er svo lítið mál að skella í eina svona …
Það er svo lítið mál að skella í eina svona þriggja hæða afmælistertu. Golli / Kjartan Þorbjörnsson

Smartland Mörtu Maríu fagnar fimm ára afmæli í dag. Á þessum fimm árum hefur vefurinn vaxið og dafnað og haldið lesendum sínum límdum inni á mbl.is. Fimm ár eru kannski ekki langur tími á heilli mannsævi en hann er langur á internetinu sem sefur aldrei og kallar á nýjar fréttir allan sólarhringinn. 

Þegar Smartland Mörtu Maríu fór í loftið var grunnhugsunin sú að um vef væri að ræða þar sem lesendur ættu skjól frá leiðindum hversdagsins þar sem lítið væri talað um Icesave, skuldaleiðréttingu og myntkörfulán. Inni á vefnum væri hægt að sækja í afþreyingu sem gerði lesendur glaða í hjartanu og kallaði fram sælutilfinningu. Auðvitað hefur það ekkert alltaf tekist því einstaka sinnum þarf að segja hundleiðinlegar fréttir. Grunnhugmyndin hefur þó haldist óbreytt frá upphafi þótt Smartland hafi þróast og orðið vinsælla og vinsælla. Í tilefni dagsins langar mig að rifja upp nokkrar eftirminnilegar fréttir frá þessu fimm ára tímabili. 

Í tilefni dagsins langar undirritaðri að deila uppskrift að tertu sem hún bakaði fyrir tveimur árum eða þegar Smartland Mörtu Maríu varð þriggja ára. Þessi kaka er ennþá að „trenda“ eins og sagt er. Hægt er að nálgast uppskriftina HÉR. 

Anna Mjöll Ólafsdóttir og Cal Worthington.
Anna Mjöll Ólafsdóttir og Cal Worthington. mbl.is/tmz

Þann 5. maí 2011, daginn sem Smartland Mörtu Maríu hóf göngu sína, skrifaði undirrituð frétt um að söngkonan Anna Mjöll Ólafsdóttir hefði gifst forríkum bílasala. Fréttin vakti mikla athygli ekki bara fyrir þær sakir að Anna Mjöll hefði fundið ástina heldur vegna þess að forríki bílasalinn, Cal Worthingson, var 92 ára þegar brúðkaupið fór fram í apríl 2011. 

Anna Mjöll giftit forríkum bílasala

Hallgrímur Magnússon læknir talar um magnesíum og magnesíumskort.
Hallgrímur Magnússon læknir talar um magnesíum og magnesíumskort. Ljósmynd/Youtube.com

Árið 2014 birti Smartland viðtal við Hallgrím Magnússon heitinn. Í viðtalinu talaði hann um magnesíum og hvað það væri nauðsynlegt til að halda heilsu. Í viðtalinu kom fram að 12 kg gætu safnast fyrir í þörmunum ef við hugsuðum ekki um okkur. 

12 geta safnast í þörmunum

Marta María Jónasdóttir og Goddur í Listaháskóla Íslands.
Marta María Jónasdóttir og Goddur í Listaháskóla Íslands. Golli / Kjartan Þorbjörnsson

Listamaðurinn og prófessorinn Goddur er í miklu uppáhaldi hjá undirritaðri. Það að taka viðtal við hann um hægra og vinstra heilahvel var ekki bara fræðandi heldur einnig mjög skemmtilegt. Í þessu viðtali útskýrði hann hvernig hægra og vinstra heilahvel virka og hvort við séum bara hæf eða hvort við séum skapandi. 

Ertu hæf/ur eða skapandi 

Rut Káradóttir hannaði eldhúsið.
Rut Káradóttir hannaði eldhúsið. Ljósmynd/Gunnar Sverrisson

Á Smartlandi Mörtu Maríu hafa heimili fólksins í landinu verið áberandi. Undirrituð hefur skrifað ótal fréttir um hvernig er heima hjá landsmönnum, hver sé að selja hvaða fasteign og hvað tískustraumar séu í gangi. Rut Káradóttir innanhússarkitekt hefur verið áberandi á landinu smarta, eða allavega verk hennar. Það var því ekki leiðinlegt að heimsækja hana á hennar guðdómlega fallega heimili og fá innsýn inn í hennar heim. 

Hægt er að horfa á viðtalið HÉR. 

200 milljóna íbúð í Skuggahverfi 

Árelía Eydís Guðmundsdóttir dósent við Háskóla Íslands hefur skrifað reglulega pistla inn á Smartland Mörtu Maríu um langa hríð. Árelía Eydís hefur áhugaverða sýn á starfsframa, vinnumarkaðinn og hvernig skilvirkast sé að lifa lífi sínu - þannig að fólk sé hamingjusamt. Undirrituð hefur í gegnum tíðina tekið nokkur viðtöl við Árelíu Eydísi og hafa þau öll vakið mikla athygli. 

Viltu eiga fimm sjörnu líf? 

Þórdís Kjartansdóttir lýtalæknir á Dea Medica.
Þórdís Kjartansdóttir lýtalæknir á Dea Medica. mbl.is/Styrmir Kári

Þórdís Kjartansdóttir lýtalæknir á Dea Medica hefur verið áberandi á Smartlandi Mörtu Maríu. Hún hefur svarað spurningum lesenda hvað varðar lýtalækningar. Aðalhugmyndin á bak við þennan dálk er að læknir fræði um málefni læknavísindanna og hvað þau geti gert fyrir mannslíkamann. Á þessum fimm árum hafa líka birst viðtöl við Þórdísi á landinu smarta. 

Vilja alls ekki vera eins og Nicole Kidman 

Guðrún Bergmann.
Guðrún Bergmann. mbl.is/Árni Sæberg


Heilsugyðjan Guðrún Bergmann hefur frætt lesendur um betri lífshætti og betra mataræði. Pistlar hennar hafa notið mikilla vinsælda enda er Guðrún fróð um allt sem kemur að náttúrulækningum og óhefðbundnum leiðum til að láta sér líða betur. HÉR sagði Guðrún frá því að henni liði miklu betur í dag en fyrir fimmtán árum. 

Hraustari og hressari en fyrir 15 árum

Viðtölin og fréttirnar hér fyrir ofan er bara lítið dæmi um hvað er búið að vera í gangi á Smartlandi Mörtu Maríu síðustu fimm ár. Undirrituð lofar góðu stuði áfram og vill nota tækifærið til að þakka lesendum fyrir alla tölvupóstana og símtölin sem hún hefur fengið í gegnum tíðina. Smartland Mörtu Maríu væri nefnilega hvorki fugl né fiskur ef lesendur legðu ekki hönd á plóg. Til að þakka fyrir allt ætlar Smartland Mörtu Maríu að koma lesendum sínum á óvart í maí, í tilefni af fimm ára afmælinu. Fylgist því vel með eða eins og þið eruð vön að gera. Hlýtt faðmlag á línuna! 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál