Missti ástina 48 ára og lifir af

Céline Dion og eiginmaður hennar, René Angélil áður en hann …
Céline Dion og eiginmaður hennar, René Angélil áður en hann féll frá. AFP

Eiginmaður Céline Dion, René Angélil, lést í janúar eftir langa og stranga baráttu við krabbamein. Söngkonan hefur nú opnað sig um missinn, og segist hafa fundið frið.

„Ég er 48 ára og missti ástina í lífi mínu. Ég sakna hans eins og hann var þegar hann var hraustur, en ég sakna hans ekki eins og hann var þegar hann þjáðist. Ég get ekki verið sjálfselsk, maður verður að sleppa tökunum af fólki. Ég hef fundið frið,“ sagði söngkonan í samtali við tímaritið People.

Angélil, sem einnig var umboðsmaður og lærifaðir söngkonunnar, greindist fyrst með krabbamein árið 1999.

„Þetta er búið að vera langt ferðalag. Við lifðum í voninni, vitandi að það var engin von,“ sagði söngkonan, en hún og eiginmaður hennar höfðu verið gift í 21 ár þegar hann lést.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál