Saman við áhorfendasvæðið í Nice

Eliza, Guðni Th., Ólafur Ragnar og Dorrit á aðdáenda-svæðinu í …
Eliza, Guðni Th., Ólafur Ragnar og Dorrit á aðdáenda-svæðinu í Nice í dag. mbl.is/Golli

Guðni Th. Jóhannesson nýkjörinn forseti Íslands, er mættur til Nice í Frakklandi ásamt eiginkonu sinni Elizu Reid. Hjónin hittu Ólaf Ragnar Grímsson og Dorrit eiginkonu hans á Massena-torgi við áhorfendasvæðið í Nice. 

Í kvöld spilar íslenska landsliðið í knattspyrnu á móti Englandi og er mikil eftirvænting eftir leiknum. 

Þeir félagar og frúr þeirra voru þó ekki saman heldur hittust, tóku tal saman og héldu svo í sitthvora áttina. 

Það vakti athygli að Guðni og Eliza voru komin í landsliðstreyju en Ólafur Ragnar lét nægja að vera með bindi í fánalitunum. Hann var í tvíhnepptum dökkbláum jakkafötum og blárri skyrtu og með Lindberg-gleraugun á nebbanum. Dorrit fór sína leið og skartaði kringlóttum speglagleraugum við hvítan blúndutopp. 

Ljósmynd/Vignir Már Lýðsson
Ljósmynd/Leifur Þorbergsson
Guðni Th. sat fyrir á selfie á aðdáendasvæðinu í Nice.
Guðni Th. sat fyrir á selfie á aðdáendasvæðinu í Nice. mbl.is/Golli
Eliza, Dorrit og Guðni Th. voru hress og kát.
Eliza, Dorrit og Guðni Th. voru hress og kát. mbl.is/Golli
Dorrit og Eliza ræða saman á aðdáendasvæðinu í Nice.
Dorrit og Eliza ræða saman á aðdáendasvæðinu í Nice. mbl.is/Golli
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál