Hefner segir brjóstapúðana hafa eyðilagt líf sitt

Hefner-hjónin á góðri stundu.
Hefner-hjónin á góðri stundu. Ljósmynd / skjáskot Instagram

Crystal Hefner, eiginkona Hugh Hefner, lét fjarlægja fyllingar úr brjóstum sínum sem hún segir að hafi hægt og rólega valdið henni miklum veikindum.

Hefner gekkst undir aðgerðina í janúar, en hún greindi frá baráttu sinni í langri Facebook-færslu á dögunum.

„Brjóstapúðarnir mínir eitruðu hægt og rólega fyrir mér,“ segir Hefner sem segist hafa þjáðst af óþoli fyrir mat og drykk, óútskýrðum bakverkjum, stöðugum verkjum í hálsi og öxlum í bland við þreytu, minnkaðan hárvöxt og endurteknar sýkingar.

Fyrr á árinu greindi Hefner frá því að hún væri haldin Lyme-sjúkdómnum, en nú segist hún viss í sinni sök að brjóstapúðarnir hafi verið rót vandans.

„Ég fór að fá skilaboð þar sem mér var sagt að einkennin mín minntu á „brjóstapúðaveiki“. Ég fann vefsíðu um veikina og hóp á Facebook, en einkennin mín voru sams konar og þar var lýst.“

Hefner segist hafa fundið mikinn mun á sér skömmu eftir að púðarnir voru fjarlægðir.

„Ég tók strax eftir því að verkurinn í hálsi og öxlum var horfinn og ég átti mun auðveldara með að anda. Ég veit að ég mun ekki ná mér á einni nóttu, púðarnir voru átta ár að eitra líkama minn, þannig að ég veit þetta mun taka sinn tíma.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál