„Vitum að hann elskar okkur jafnt“

Systurnar og kærasti þeirra.
Systurnar og kærasti þeirra. Ljósmynd / skjáskot Sun

Tvíburasysturnar Anna og Lucy DeCinque leggja ríka áherslu á að vera eins í einu og öllu. Systurnar, sem ættaðar eru frá Ástralíu, deila jafnvel kærasta, en þær hafa átt í sambandi við sama manninn um nokkurra ára skeið.

„Við myndum gjarnan vilja giftast Ben, en það er ekki löglegt. Einn daginn munum við hafa skuldbindingarathöfn í staðinn,“ sagði Anna í samtali við dagblaðið The Sun.

„Ben kemur alveg eins fram við okkur báðar. Ef hann kyssir Önnu kyssir hann mig á eftir og hann heldur í hönd okkar beggja þegar við förum út,“ bætti Lucy við.

„Við erum aldrei öfundsjúkar því við vitum að hann elskar okkur jafnt. Við sofum öll saman, en það er ekki eins og trekantur þar sem við höfum ekki afskipti af hvor annarri. Sumir segja að það sé ógeðslegt, en það virkar fyrir okkur.“

Systurnar hafa gefið út að þær vilji gjarnan eiga börn með kærasta sínum. Þær vilja þó verða þungaðar á sama tíma, jafnvel þótt það þýði að þær þurfi að gangast undir glasafrjóvgunarmeðferð.

„Auðvitað myndu börnin vera samfeðra, sem þýðir að þau væru bæði hálfsystkin og frændsystkin. Við vitum að við yrðum dæmdar fyrir það, en enginn ætti að dæma hvað eðlilegar fjölskyldur eru þessa dagana.“

„Við erum aldrei öfundsjúkar því við vitum að hann elskar …
„Við erum aldrei öfundsjúkar því við vitum að hann elskar okkur jafnt,“ segja þær. Skjáskot af Instagram
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál