Kim og Kanye leita sér að íbúð í gegnum Airbnb

Kim Kardashian og Kanye West á Met Gala ballinu.
Kim Kardashian og Kanye West á Met Gala ballinu. Ljósmynd/Timothy A. Clary

Vinsældir Airbnb fara vaxandi en nú hafa Íslandsvinirnir Kim Kardashian og Kanye West slegist í hóp aðdáenda heimagistingarinnar. Samkvæmt heimildum Female First eru hjónin að leita sér að 3,5 milljóna króna íbúð í New York til leigu í gegnum vefinn.

Parið fékk innblástur frá Kendall og Kylie Jenner, systrum Kim, en þær leigðu villur í gegnum Airbnb í Karabíska hafinu. Villuna auglýstu þær síðan á samfélagsmiðlunum fyrir Airbnb en í staðinn greiddi vefurinn fyrir gistinguna.

Times Square í New York.
Times Square í New York. Ljósmynd/Onnes

Íbúð Kanye jafnstór og fataskápur Kim 

„Planið er að Kanye byggi þarna í nokkra mánuði fyrst en síðan kæmi Kim og myndi deilda myndum úr íbúðinni á samfélagsmiðlunum líkt og systur hennar gerðu,“ segir heimildarmaður New York Post.

Verið er að leita að mögulegum íbúðum fyrir parið en Kanye mun dvelja í íbúðinni meðan á tónleikaferðalagi hans stendur. Hingað til hefur leitin þó ekki borið árangur þar sem fáir fasteignaeigendur sem eiga íbúðir á þessum verðskala vilja leigja þær út í gegnum Airbnb.

Kanye West á íbúð í New York en hún er of lítil fyrir fjölskylduna sem hefur stækkað hratt. „Íbúðin er jafnstór og fataskápur Kim í LA. Hún er of lítil og þau vantar meira pláss fyrir fjölskylduna,“ segir heimildarmaður New York Post. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál