Verð pottþétt í útlöndum að gera frábæra hluti

Kolfinna Þorgrímsdóttir keppir í Ungfrú Íslandi.
Kolfinna Þorgrímsdóttir keppir í Ungfrú Íslandi.

Kolfinna Þorgrímsdóttir er 20 ára fyrirsæta sem starfar hjá Eskimo Models. Hún er ein af þeim sem tekur þátt í Ungfrú Íslandi en keppnin fer fram í Hörpu 27. ágúst. Kolfinna er einhleyp en hennar helstu áhugamál eru ferðalög, söngur og fyrirsætustörf. „Leiklistin kom óvænt inn um daginn eftir að ég fékk hlutverk sem aðalleikkona í kvikmyndinni Týndu stelpurnar en tökur standa yfir núna. Myndin verður frumsýnd í byrjun næsta árs,“ segir hún. 

Hvað er búið að vera áhugaverðast í undirbúningi keppninnar? Að kynnast öllum stelpunum sem eru frábærar. Og undirbúningurinn hefur gert miklu meira fyrir mig en mig óraði fyrir, til dæmis varðandi sjálfstraust. Ég er öruggari með mig á allan hátt.

Þekkið þið einhvern sem hefur tekið þátt í Ungfrú Íslandi? Já, ég þekki Kolbrúnu Petreu Gunnarsdóttur og Írisi Telmu Jónsdóttur.

Hvað drífur þig áfram í lífinu? Að standa mig vel í því sem ég tek mér fyrir hendur og ná markmiðum mínum.

Hvað ætlar þú að verða þegar þú verður stór? Ég er nú þegar heilmikið og orðin stór en mig dreymir um að vinna í útlöndum. Og verða stærri!

Hvað gerir þú þegar þú vilt hafa það virkilega gott? Hitti góðar vinkonur og fer á rúntinn, helst út á land að skoða hesta og sólsetrið. Og fíflast.

Hvað æfir þú oft í viku og hversu lengi í senn? Ég fer oftast fjórum sinnum og staldra við í klukkutíma.

Þurftir þú að hætta að borða eitthvað eftir að þú byrjaðir að æfa fyrir Ungfrú Ísland? Nei, en ég minnkaði neyslu á hveiti og sykri.

Hvað er það skemmtilegasta sem þú gerir? Vinna sem fyrirsæta og ferðast.

En það leiðinlegasta? Það getur verið erfitt og leiðinlegt að vakna á morgnana, en það er vegna þess að ég gef mér ekki nægan svefn.

Getur þú lýst þínum stíl? Ég myndi segja að hann væri mjög fjölbreyttur. Mér finnst gaman að breyta til og blanda nokkrum ólíkum stílum saman. Stíllinn er allt frá því að vera klassískur og minimaliskur og svo yfir í sporty og töffaralegur, svo elska ég allt „chunky“.

Eru einhver tískuslys í fataskápnum þínum? Alveg pottþétt, en þá eru þau í hrúgu í einu horninu.

Hver er fyrirmynd þín í lífinu? Pabbi minn (Þorgrímur Þráinsson, innsk.blm).

Hvar ætlar þú að vera stödd í lífinu eftir 10 ár? Pottþétt í útlöndum að gera frábæra hluti!

Hvað gerir þig hamingjusama? Að vera í góðra vina og fjölskylduhópi og gera það sem mér þykir skemmtilegast.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál