34 ára með Barbie á heilanum

Segja má að Sakomoto búi í dúkkuhúsi.
Segja má að Sakomoto búi í dúkkuhúsi. Ljósmynd / skjáskot Daily Mail

Azusa Sakamoto hefur eytt 70.000 Bandaríkjadölum, eða rúmum átta milljónum íslenskra króna, í að breyta heimili sínu í dúkkuhús.

Sakamoto, sem er 34 ára gömul, hefur verið hugfangin af Barbie síðan hún var 15 ára en þá festi hún kaup á nestisboxi merktu brúðunni. Sakomoto, sem starfar sem naglasnyrtir, segist þó ekki vilja vera eins og dúkkan heldur kunni hún einfaldlega að meta vörumerkið.

„Ég er stærsti aðdáandi Barbie. Það halda allir að ég sé klikkuð, en mér er alveg sama,“ sagði Sakamoto í viðtali við Daily Mail.

„Ég hef í það minnsta eytt 70.000 dollurum í safnið mitt af dúkkum, húsgögnum, innanstokksmunum, fötum og ferðalögum. Um leið og ég fæ útborgað fer ég á netið og kaupi mér eitthvað nýtt.“

„Á hverjum degi klæði ég mig í Barbie-föt, en skápurinn minn er troðfullur af skóm og töskum í stíl. Ég á líka Barbie-hnífapör og -eldhúsáhöld, -skartgripi, -förðunarvörur og -undirföt.“

Kærasti Sakomoto sýnir henni mikinn stuðning og er ekkert að ergja sig á dellunni, enda fengi hann þá fljótt að fjúka.

„Sem betur fer er kærastanum mínum alveg sama um þessa áráttu mína og styður mig í einu og öllu. Barbie hefur svo lengi verið hluti af lífi mínu, ef ég væri beðin að velja á milli hennar og kærastans míns myndi ég velja Barbie.“

Bleikur er augljóslega í miklu uppáhaldi hjá Sakomoto.
Bleikur er augljóslega í miklu uppáhaldi hjá Sakomoto. Ljósmynd / skjáskot Daily Mail
Sakomoto segir kærastann sýna áhugamálinu mikinn stuðning.
Sakomoto segir kærastann sýna áhugamálinu mikinn stuðning. Ljósmynd / skjáskot Daily Mail
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál