Ætlar að vera búin að stofna fjölskyldu eftir 10 ár

Agnes Ómarsdóttir tekur þátt í Ungfrú Íslandi 2016.
Agnes Ómarsdóttir tekur þátt í Ungfrú Íslandi 2016.

Agnes Ómarsdóttir er 18 ára nemi á náttúrufræðibraut við Kvennaskólann í Reykjavík. Hún er ein af þeim sem tekur þátt í keppninni um Ungfrú Ísland sem fram fer í Hörpu 27. ágúst. Hún er einhleyp og hefur mikinn áhuga á tónlist. Agnes hefur spilað á píanó frá því hún var sjö ára en hún hefur einnig mikinn áhuga á samkvæmisdansi. Hún hefur líka gaman af því að hreyfa sig og fer mikið í ræktina, sund og svo dýrkar hún útivist. 

Hvað er búið að vera áhugaverðast í undirbúningi keppninnar? Að kynnast öllu fagfólkinu og þeim sem standa að keppninni og fá öll góðu ráðin. Svo hafa æfingarnar allar verið mjög skemmtilegar.

Þekkið þið einhvern sem hefur tekið þátt í Ungfrú Ísland? Já, bæði Arna Ýr Jónsdóttir Ungfrú Ísland 2015 og Fanney Ingvarsdóttir Ungfrú Ísland 2010 hafa verið með okkur á æfingum í sumar og veitt okkur frábæra aðstoð við allan undirbúninginn og gefið góð ráð.

Hvað drífur þig áfram í lífinu? Það er svo ótalmargt, til dæmis tækifærin sem ég hef til að læra og þroskast og reyna að láta gott af mér leiða.

Hvað ætlar þú að verða þegar þú verður stór? Ég geri ráð fyrir að mennta mig á heilbrigðissviði. Í dag langar mig helst að verða læknir, tannréttingasérfræðingur eða jafnvel kírópraktor.

Hvað gerir þú þegar þú vilt hafa það virkilega gott? Leggst upp í sófa með ís og kveiki á Friends eða fer í heita pottinn og slaka vel á.

Hvað æfir þú oft í viku og hversu lengi í senn? Ég reyni að fara fjórum til fimm sinnum í viku í ræktina og æfi þá einn til tvo klukkutíma í senn.

Þurftir þú að hætta að borða eitthvað eftir að þú byrjaðir að æfa fyrir Ungfrú Ísland? Já, ég hef reynt að borða minna af nammi og ís.

Hvað er það skemmtilegasta sem þú gerir? Það er svo margt, meðal annars að hreyfa mig, ferðast, hitta vini og eyða tíma með fjölskyldunni minni.

En það leiðinlegasta? Að þurfa að vakna snemma á morgnana, sérstaklega á veturna.

Getur þú lýst þínum stíl? Ég hef gaman af því að vera fín en vel föt þó helst eftir þægindum.

Eru einhver tískuslys í fataskápnum þínum? Ekkert sem mér dettur í hug, er reyndar nýbúin að taka til í fataskápnum.

Hver er fyrirmynd þín í lífinu? Mamma mín og Vigdís Finnbogadóttir.

Hvar ætlar þú að vera stödd í lífinu eftir 10 ár? Búin að mennta mig og farin að starfa við fagið. Vonandi líka búin að stofna mína eigin fjölskyldu.

Hvað gerir þig hamingjusama? Að geta hjálpað öðrum og að sjá annað fólk ánægt. Ég á yndislega vini og fjölskyldu sem gera mig hamingjusama en ég er mjög heppin með fólkið í kringum mig.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál