Mamman er fyrirmyndin í lífinu

Sunna Dögg Jónsdóttir tekur þátt í Ungfrú Íslandi í ár.
Sunna Dögg Jónsdóttir tekur þátt í Ungfrú Íslandi í ár.

Sunna Dögg Jónsdóttir er 19 ára framhaldsskólanemi og íþróttamaður. Hún er ein af þeim sem tekur þátt í Ungfrú Íslandi en keppnin fer fram í Hörpu 27. ágúst. Sunna Dögg er einhleyp og hennar helsta áhugamál er handbolti. Hún hefur æft handbolta frá 8 ára aldri og gekk nýlega til liðs við meistaraflokk Aftureldingar. 

Hvað er búið að vera áhugaverðast í undirbúningi keppninnar? Sú þjálfun sem við höfum fengið við framkomu, förðun og einnig fólkið sem ég hef kynnst, bæði keppendur og fagfólk sem að keppninni kemur.

Þekkið þið einhvern sem hefur tekið þátt í Ungfrú Ísland? Já, ég þekki nokkrar sem hafa keppt áður.

Hvað drífur þig áfram í lífinu? Fólkið í kringum mig og allt það skemmtilega sem hægt er að gera í lífinu.

Hvað ætlar þú að verða þegar þú verður stór? Það eru svo óendanlega margir möguleikar í boði og ég hef ekki ákveðið neitt enn þá en það er ekki ólíklegt að það myndi tengjast ferðabransanum á einhvern hátt. Að minnsta kosti þar sem ég get verið í miklum samskiptum við fólk.

Hvað gerir þú þegar þú vilt hafa það virkilega gott? Ég horfi á uppáhaldssjónvarpsþáttinn, set á mig maska, einhvern góðan andlitsmaska eins og til dæmis Laugar Spa face mud-maskann sem er í miklu uppáhaldi hjá mér núna.

Hvað æfir þú oft í viku og hversu lengi í senn? Ég æfi handbolta og æfingar eru nánast daglega svo fer ég þess á milli á styrktaræfingar. Hver æfing tekur oftast 1-2 klukkustundir.

Þurftir þú að hætta að borða eitthvað eftir að þú byrjaðir að æfa fyrir Ungfrú Ísland? Ég er óhemju nammigrís og hef lagt mig fram um að halda sætindum í lágmarki en svindla allt of oft.

Hvað er það skemmtilegasta sem þú gerir? Vera í skemmtilegum félagsskap og prófa eitthvað nýtt.

En það leiðinlegasta? Í hreinskilni sagt þá er það að þvo þvott, brjóta saman og ganga frá honum. Uppþvottavélin er næstóvinsælust.

Getur þú lýst þínum stíl? Fatastílinn minn er mjög fjölbreyttur og fer eftir tilefni hverju sinni. Hef alltaf notað mikið íþróttaföt og svo trúi ég á einfaldleikann. Svartar buxur, hvítur bolur. Hægt að klæða það svo upp og niður.

Eru einhver tískuslys í fataskápnum þínum? Ekki nema stóru teygðu bolirnir sem ég stel af stjúppabba og nota mikið þegar enginn sér til.

Hver er fyrirmynd þín í lífinu? Mamma mín, hún er góð fyrirmynd því hún er svo dugleg og metnaðarfull. Hún hefur alltaf trú á mér og styður alltaf við bakið á mér. Hvetur mig til þess að leggja hart að mér.

Hvar ætlar þú að vera stödd í lífinu eftir 10 ár? Hamingjusöm.

Hvað gerir þig hamingjusama? Það að geta gert það sem mig langar til og láta drauma rætast.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál