Forsetinn keypti í matinn í Krónunni

Guðni Th. Jóhannesson verslar í matinn.
Guðni Th. Jóhannesson verslar í matinn. mbl

Forseti Íslands, herra Guðni Th. Jóhannesson, lét ekki mikið fyrir sér fara þegar hann keypti í matinn nú síðdegis. Hann var mættur í Krónuna úti á Granda um 18.30 í dag þar sem hann sinnti daglegum innkaupum. 

Myndin af Guðna Th. Jóhannessyni birtist á síðunni Frægir á …
Myndin af Guðna Th. Jóhannessyni birtist á síðunni Frægir á ferð á Facebook.

Samferðafólk rak augun í að hann væri að skoða vítamín þar sem hann beið á kassanum. Krónan tók upp breytta stefnu á dögunum þegar allt sælgæti var fjarlægt af kössum verslunarinnar og hollari vöru komið þar fyrir í staðinn. 

Fréttir bárust af því í vikunni að Guðni Th. og fjölskylda gætu ekki flutt strax inn á Bessastöðum vegna myglusvepps. Þangað til allt verður klappað og klárt heldur hann sig á fornum slóðum þangað til Álftanesið umvefur hann með öllum sínum töfrum. 

Þess má geta að Krónan opnaði nýlega yfirmáta glæsilega verslun við Flatahraun í Hafnarfirði en þangað er styst að fara frá Bessastöðum, það er að segja ef hann vill halda áfram að versla við Krónuna. Ef hann mun vanta eitthvert smottrí þá er Bitakot á Álftanesi eitt best geymda leyndarmálið og eina búðin í 225 þar sem hægt er að kaupa mjólk, súkkulaði og franskar. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál